Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.07.1973, Qupperneq 3

Freyr - 15.07.1973, Qupperneq 3
FREYR BÚNAÐARBLAÐ Nr. 14. júlí 1973 69. árgangur Útgefendur: BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS STÉTTARSAMBAND BÆNDA Útgáfustjórn: EINAR ÓLAFSSON HALLDÓR PÁLSSON PÁLMI EINARSSON Ritstjórn: GÍSLI KRISTJÁNSSON (ábyrgðarmaður) ÓLI VALUR HANSSON Heimilisfang: BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVlK PÓSTHÓLF 7080, REYKJAVÍK Áskriftarverð kr. 400 árgangurinn Ritstjórn, innheimta, afgreiðsla og auglýsingar: Bœndahollinni, Reykjavík — Sími 19200 PrentsmiSja Jóns Helgasonar Reykjavík — Síml 38740 E F N I : Það var misráðið Nýjar áburðartegundir Smjörgerð 5000 ára Bœndamenntun Svía Meðferð matvœla Ofnœmi — Allergi Réttnefni hraðþurrkaðs grœnfóðurs Umhugsunarefni Hagfrœðiatriði við graskögglagerð Maurasýruvothey gaf meiri mjólk Votheyspylsur Forþurrkun grœnfóðurs Dýralœknanám 200 ára Ragnar Ásgeirsson Rafmagnsnotkun í peningahúsum Varizt slysin Egg alhliða nœring Útlönd Molar Það var misráðið Búnaðarþing hefur sam- þykkt, að lagt verði i „Stofnverndarsjóð“ 20% útflutningsgjald á stóð- hesta, sem fluttir eru úr landi og 10% á útflutnings- verð hryssna. Þegar um ræðir kynbótahross, er bæði eðlilegt og sjálfsagt, að umrætt gjald sé á lagt og þótt meira væri en þar var samþykkt og síðan hefur verið lögfest á Alþingi. (Sjá Búfjárrœktarlög IV. kafli um hrossarækt, 37. grein). Þegar þess er minntzt hve gífurlegur munur er á verði kynbótahrossa og venjulegra hrossa erlendis, nem- ur umrætt útflutningsgjald ekki stórum pósti á reikn- ingi kaupanda þegar um rœðir kynbótagripi, enda þótt á kaupverð bætist flutningsgjald og útflutningsgjald til samans svo sem 30% við útflutning til landa í Efna- hagsbandalaginu, en tollur og söluskattur þar er talinn nema 31% á C.I.F.-verði innfluttra hrossa. Allt öðru máli gegnir um það útflutningsgjald, sem lagt skal hér á útfluttar hryssur, sem ekki eru ætlaðar til kynbóta. Á því sviði hefur útflutningur okkar allt aðra aðstöðu erlendis en þegar um rœðir kynbótahross. Ég veit ekki hvort alþjóð hér er kunnugt, að ræktun íslenzka hestsins er hafin, kerfisbundið, á ýmsum stöð- um erlendis og þegar um rœðir venjuleg hross til notk- unar á almennum vettvangi kemur til greina samkeppni milli þarlendra hrossa og hinna, sem héðan eru flutt á sama markað. Það mun mála sannast, að verulegur eða mikill áhugi er á ræktun íslenzka hestsins á vissum stöðum í nokkrum löndum. Meira að segja er búið að gera skipulagsáætlun um mót það, sem hann skal steypt- ur í við stofnræktun á erlendri grund, og þegar svo er komið hljótum við að taka slíka mótun til greina og leitast einnig við að færa okkar heimarœktaða hest í sama mótið. Gerum við það ekki er eðlilegt að ætla, að við töpum markaði á þeim svæðum, sem slíkar ákvarð- anir um vaxtarlag og hœfni eru gerðar. Menn hljóta að gera sér það Ijóst, að verðlag lifandi F R E Y R 333

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.