Freyr - 15.07.1973, Qupperneq 5
FRIÐRIK PÁLMASON:
Nýjar
áburðartegundir
Áburðarverksmiðjan hefur aukið fjöl-
breytni framleiðslu sinnar og vandast nú
valið á áburðartegundum. en eftirleikurinn
verður auðveldari, þar sem hentug blanda
finnst. Blöndurnar henta mjög víða, en
eingildar tegundir verður þó að nota þar
sem ástæða er til þess að nota kalsíum-
ríkan áburð og ekki ráðlegt að kalka. Þetta
getur átt við á sandjarðvegi til dæmis.
Engin hentug blanda er heldur til, þar sem
fosfórþörf er lítil og kalíþörf mikil. Annars
er fjölbreytni áburðarins mikil, miðað við
aðstæður.
Völ er á 4 NPK-blöndum, sem nota má
á tún. Þá eru boðnar fram 2 NP-blöndur,
sem ætlaðar eru á úthaga. Einhliða teg-
undir eru eins og áður: Kjarni, þrífosfat,
klórkalí með 50% K (60% K20), kalísúlfat
með 41,5% K (50% K20). Auk þess eru
tvær tegundir af kalkammon með 26% N
og 20% N. Þar sem kalsíummagn í grasi
er lítið kemur vel til greina að bera á
kalkammon með 20% N. Notkun kalks með
Kjarna, þrífosfati og kalí, ætti að takmarka
við steinefnasnauðan mýrarjarðveg, ann-
ars staðar er æskilegra að halda uppi
kalsíummagni grasanna með kalkammon
og þrífosfati.
í blandaða áburðinum ei lítið kalsíum,
svo kalsíum í ábuiði verður minna, þar
sem blandaður áburður er borinn á, heldur
en verið hefði með notkun þrífosfats með
Kjarna og kalí. Áhrif þrífosfats á kalsíum-
magn grasanna koma fram í tilraun nr. 16,
sem hófst á Akureyri árið 1956 og hefur
staðið síðan. Á tímabilinu 1961—1970 var
kalsíummagn í grasi þannig:
Tafla 1. ÁHRIF ÞRÍFOSFATS Á
KALSÍUM I GRASI
Tilraun nr. 16—56 Enginn 200 kg/ha
Akureyri P-áburður þrífosfat
% Ca í grasi Meðaltöl 1961—1970 0,333 0,415
Mismunur 0,082 Í 0,039 (í 95% tilvika)
Þrífosfatið hefur því aukið kalsíummagn
grassins verulega. Tilraunin hafði, í lok
tímabilsins, sem mælingarnar ná yfir,
staðið í 15 ár.
Nú þegar hinar nýju NPK-tegundir eru
teknar í notkun þarf sérstaklega að fylgj-
ast með kalsíummagni í grasi og heyjum,
til þess að kanna hvort grípa þurfi til
ráðstafana til hækkunar á kalsíummagni í
grasi eða til uppbóta á kalsíummagni heyj-
anna með kalsíumgjöf Hins vegar er ekki
tilefni til að ætla, að kalsíummagn í grasi
sé eins og er takmarkandi fyrir sprettu.
Eftir aðstæðum má velja á milli tegunda
af blönduðum áburði eins og tafla 5 sýnir.
Til ákvörðunar á næringarstigi er rann-
sókn á jarðvegi eða gróðri nauðsynleg.
Flokkunin í töflu 5 er miðuð við efnagrein-
ingar á grasi.
Þar sem rannsóknaniðurstöður eru ekki
fyrir hendi er að sjálfsögðu stuðst við
reynslu. Mætti þá til dæmis styðjast við
eftirfarandi töflur:
F R E Y R
335