Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1973, Blaðsíða 22

Freyr - 15.07.1973, Blaðsíða 22
Elztu byggmgar skólans við Bulowsvej á fyrstu árum hans. Tvöhuoriruð nro nfmpeli dývn- IpeUnnnáms á Norðurlöndum Peter Christian Abildgárd hét hann fyrsti dýra- læknirinn, sem hlaut sérlega menntun til undir- búnings fyrir hlutverk sitt og gerðist stofnandi Konunglega dýralæknaskólans, sem tók til starfa á Kristjánshöfn í Kaupmannahöfn árið 1773. llmræddur Abildgárd var við Iæknanám þegar hann var sendur til Lyon í Frakklandi til þess að nema þar dýralækningar, en tilefnið var, að um gjörvalla Evrópu gekk mögnuð pest í nautpeningi um langt skeið á 18. öldinni svo að hallæri og hörmungar hlutuzt af, og þótti sú raun á hér og þar, að menntaðir dýralæknar gátu að nokkru haft hemil á útbreiðslu hennar. I*að var árið 1766, sem Peter Abildgárd kom heim frá námi, en 1772 var hann tilnefndur sem prófessor í dýralækn- ingum og 1773 var dýralæknaskólinn reistur, hinn fyrsti í Norður-Evrópu. Þá var nautgripapestin í rénun en smitandi kvilli í hrossum ýtti mjög á eftir stofnun dýralæknaskólans og menntun dýra- lækna því að hesturinn var ákaflega algengur og útbreitt samgöngutæki þeirra tíma rétt eins og bíllinn er á okkar tímum, og þá var járninga- maðurinn og dýralæknirinn jafn mikilsverður aðili og viðgerðarmaður bifreiða er á vorum tímum. Hinn 13. júlí 1773 var skólinn fullgerður, en deildir hans voru: hús prófessorsins, smiðja, lyfja- búð, líffærasafnsdeild og sjúkrahús, þar sem hægt var að hafa 8 hesta í einu. f rauninni var hér um að ræða einskonar viðgerðarþjónustu þar sem smiðjan og járningar var veigamesti þátturinn. En brátt urðu allir þess áskynja, að fleiri og fleiri hlutverk biðu dýralæknanna, því að smitandi kvill- ar voru á fartinni, engu síður meðal dýra cn manna. Og konungleg aðild var upphaf þessarar starf- semi af því að hvergi var notkun hrossanna jafn almenn og í konunglegri þjónustu, það gerði her- varnastarfið allt með hestinn sem dráttarafl og fararskjóta, enda konungleg hesthús og reiðhús starfandi með hópa hrossa innan veggja. Það leið heldur ekki á löngu áður en almenningi varð ljóst, að árangur menntaðra dýralækna var auðsær, einkum á því sviði, sem nánast mátti kalla handverk — sáralækningar og önnur álíka atriði vöktu öðru fremur eftirtekt. Á hinu leitinu voru skottulækningar og „hrossalækningar" ýmissa að- ilja ráðandi og ríkjandi fyrst um sinn. En með þróun og eflingu dýralæknamenntunar opnuðust svið, sem skottulæknar báru ekki skyn á svo sem þegar um smitandi sjúkdóma var að ræða. Hómó- 352 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.