Freyr - 15.07.1973, Síða 4
Verður þetta fyrirmyndin í framtíðinni?
skepna hlítir sömu lögum og gildir um
aöra söluvöru. Eftirspurn og framboö, á-
samt vörugæöum, þaö eru þeir þættir, sem
ráöa veröinu.
Þegar þetta viðhorf er mótað hljótum
við að stíla kynbótastarfsemina með tilliti
til markaðsmálanna og þegar það er gert
er vel fært að leggja talsverðan skatt á
útflutt kynbótahross, œttbókarfœrð og
viðurkennd. Þetta er nákvœmlega sama
leiðin og farin hefur verið í verzlun með
kynbótaskepnur innan lands og milli landa
hjá öðrum um áraraðir.
Svo er talið, að erlendis séu nú um 8000
íslenzkar hryssur og allmargir góðir stóð-
hestar. Má því ganga að því sem vísu, að
þar fæðist um komandi ár mörg folöld ár-
lega, af alízlenzkum uppruna, og þótt langt
sé frá því, að þar verði til gæðingaefni
einvörðungu, er víst óhætt að gera ráð
fyrir, að hryssur úr þeim röðum, sem
minna eru metnar að verðgildi vegna
skorts á eftirsóknarverðum kostum, verði
harðir keppinautar við okkar útfluttu
hryssur. Getur það að svo komnu algerlega
ráðið möguleikum á útflutningi hvort
verðið reynist sambærilegt.
Það er sem sé alveg víst, að útflutnings-
gjaldið getur ráðið því hvort íslenzkir
bændur haldi unnum markaði eða þeir
'verði dæmdfr úr leik við hrossasölu á
heimsmarkaði.
Á síðari árum er búið að skapa viðun-
andi markað fyrir íslenzk hross í ýmsum
löndum, og þau eru flutt út án útflutnings-
uppbóta, en slíkt verður ekki sagt um aðra
búvöru-framleiðslu.
Litið á málin frá heilbrigðu viðskipta-
legu sjónarmiði hlýtur undirritaður að
telja það misráðið að leggja útflutnings-
gjald á venjuleg hross. Allt öðru máli
gegnir um ÆTTBÓKARFÆRÐA KYN-
BÓTAGRIPI. Á því sviði gæti vel verið
sanngjarnt að hafa hœrra gjald en nú er
með lögum ákveðið. Málið verður að end-
urskoða.
. . . . eða þetta?
334
F R E Y R