Freyr - 15.07.1973, Side 16
Umhugsunarefni
— Hversvegna eru beztu og næringarríkustu
fæðuföngin sett í skammarkrók — eins og
venja er um mjólk og mjólkurvörur og rót-
arávexti — í verzlununum, en sælgæti og
munaðarvörur á mest áberandi staði?
Þannig spurði prófessor Leif Hambræus í
erindi því, er hann flutti á búnaðarviku
sænskra bændasamtaka í byrjun marz sl.
Svar við spurningunni fékk hann náttúr-
lega ekki við það tækifæri, enda hefur
hann sjálfsagt getað svarað henni sjálfur
jafn vel og hver annar, en því er hún fram
borin, að þetta fyrirbæri, sem um ræðir,
er sérkennilegt í því þjóðfélagi eins og
öðrum þar, sem skortur og sultur er ó-
þekktur, þar sem meira en nóg er af öllu
því, er telzt til fæðufanga. Þær tegundir
lífsviðurværis, sem mest og bezt vernda
heilsu og hreysti fólksins, eru jafnvel
minna metnar en ýmsar þeirra, er valda
heilsuspjöllum ef neytt er einhliða.
Um þessi efni ræddi prófessorinn frekar,
að sögn búnaðarblaðsins LAND, og þá
sérstaklega um rannsóknir þær, sem gerð-
ar hafa verið í Svíþjóð og víðar, til þess
að staðfesta lífeðlisgildi hinna ýmsu teg-
unda matvæla.
í erindi sínu gat fyrirlesarinn um ár-
angur ýmissa rannsókna af nefndu tagi og
gerði samanburð á vissum fæðutegundum
og kom að lokum að þeim fyrirbærum,
sem skeð hafa þar í landi í vetur þegar
vissar húsmæður gerðu innkaupaverkfall
til þess að mótmæla verðhækkunum á
matvælum. í því sambandi tjáði prófessor-
inn hvílík misgrip væri um að ræða hjá
húsmæðrum í þeim efnum. Hinn sænski
Svensson kaupir daglega öl og gosdrykki
fyrir 82 aura, en mjólk fyrir aðeins 69 aura
á dag. Hann kaupir kjöt fyrir 1,01 en sæl-
gæti og kaffibrauð fyrir 1,20 á dag. (Til
að breyta þessu í íslenzka mynt skal marg-
falda með kr. 21,70 sem er gengi okkar
myntar miðað við sænska). Mjólkin full-
nægir þörfum okkar er nemur 30% af
próteini og 50% af þörfum fyrir ribóflavin
og 10—20 af öðrum B-vitamínum ásamt
verulegum hluta af A- og C-vitamínþörf-
um. Svo virðist sem fólkið hugsi ekkert
út í þessa hluti þegar um ræðir kaup á
lífsviðurværi. Virkilegt gildi matvælanna
virðist að litlu eða engu haft, en bragðið
eitt og leiður vani látinn ráða.
Hjá ýmsum þróunarþjóðum þurfa allar
tekjur foreldra til matvælakaupa, en hjá
okkur aðeins tiltölulega lítinn hluta. Skort-
urinn kennir fólki að taka tillit til þess
hvað er keypt og hvað skal nota til nær-
ingar. Þau fyrirbæri, sem tengd eru skorti,
eru óþekkt orðin á þesu sviði, okkur er
orðin þörf á að stunda það menningar-
atriði, sem varðar heilbrigða fæðu, sagði
prófessorinn í lok erindis síns.
(Eftir LAND).
hráprótein eins og gerist í markaðsmálum
annarra. Sú vara, sem hefur þá inni að
halda 12% hráprótein eða minna yrði:
heymjöl, heykökur eða heyvögglar eða
kögglar eftir gerðum vörunnar. Þá vöru,
sem betri er, virðist eðlilegt og sjálfsagt
að kalla annaðhvort grasvijöl, grasköggla
eða grasvöggla, eða þá graskökur, þegar
hráefnið er gras.
Hitt getur einnig komið til greina, að
kalla þessa vöru alla GRÆN- mjöl, köggla,
vöggla eða kökur, eftir því í hvaða sniði
hún er afgreidd til notenda. Það er ekki
bara eðlilegt heldur sjálfsagt að greina á
milli eðlis- og gildisgæða, og gott að hafa
til þess mismunandi nafngiftir, rétt eins
og aðrir gera þegar um ræðir markaðs-
vöru.
346
F R E Y R