Freyr - 15.07.1973, Side 15
Hraðþurrkað
grænffóður
- Réttnefni þess -
Grœnkögglar Grœnvögglar Grœnmjöl
Graskögglar Grasvögglar Grasmjöl
Heykögglar Heyvögglar Heymjöl
Með nýrri tækni koma ný viðfangsefni og
ný heiti.
Hraðþurrkun grass og grænfóðurs hefur
verið umræðuefni og viðfangsefni um ára-
raðir. Á árunum eftir 1930 kepptust Bretar
við að hraðþurrka gras og grænfóður og
gerðu samanburð á ýmsum gerðum bún-
aðar til þessara þarfa í Sviss og Þýzka-
landi var álíka uppi á teningi. Viðleitni í
þessum efnum þvarr á árunum frá 1940—
’50 en hefur síðan eflzt að miklum mun
og nú eru Norðurlandaþjóðir komnar með.
Danir hafa þar mikla forgöngu og um-
fangsmiklar athuganir í því sambandi um
samanburð á ýmsum aðferðum við hrað-
þurrkun gróffóðurs og árangri hennar.
Og nú erum við komnir með fyrir al-
vöru. Framleiðsla af hraðþurrkuðu grasi
og grænfóðri hefur aukizt síðari árin og
síðastliðið sumar voru 5 hraðþurrkunar-
stöðvar virkar, þrjár staðbundnar og tvær
flytjanlegar. Hin sjötta — staðbundin —
komst naumast í gang en verður vafalaust
virk á þessu sumri.
í hvaða sniði fullunninni vöru er skilað
getur verið breytilegt eftir markaðsskil-
yrðum. Löngum var það svo í öllum
löndum, að unnið var mjöl, til blönd-
unar í fóður hænsna fyrst og fremst. Af
því að þá var aðallega notað lucernu-
grænfóður til þurrkunar og mölunar, varð
mjölið lucernumjöl. Síðar eru ýmsar aðrar
jurtir hraðþurrkaðar og þá hefur heitið
jafnan orðið grænmjöl, eða grasmjöl
þegar það er unnið úr grasi eingöngu
Síðan var farið að framleiða vöggla með
því að pressa malaða vöru (pelletts, á er-
lendum málum). Svo komu kögglarnir,
kökurnar eða vöfflurnar, allt pressuð vara,
aðallega úr tættu grænfóðri gerðar en ekki
möluðu. Hjá okkur hafa heiti unninnar
vöru verið nokkuð á reiki, því miður, því
að eðlilegt er og viðeigandi að heitin
segi hvaða vöru er um að ræða. Ýmsir
gera sér vonir um, að við getum framleitt
hraðþurrkað fóður fyrir erlendan markað
og þá er gott, eðlilegt og sjálfsagt, að við
höfum nafngift á vörunni, sem segir hver
hún er og er þá ekki óviðeigandi að geta
þýtt orðin yfir á annarra tungur og meina
það sama og þær þjóðir, sem kaupa. Okkar
tunga er skyld Norðurlandamálum og því
ekki óeðlilegt að miðað sé við norræn mál
og norrænar nafngiftir.
Það er staðreynd, að eftir eðli og gerð
hráefnis þess, sem hraðþurrkað er, fer ár-
angurinn. Allt er hráefnið gróffóður og
unnin vara verður það að sjálfsögðu
einnig, en ákaflega misjöfn að gerð og
gæðum. Sérstaklega er það próteinið, sem
gerir verulegan eða mikinn mismun á
vörunni, enda virðist svo sem prótein-
hungrið í heiminum skapi hátt verð á
þeim þætti fóðursins um ófyrirsjáanlegan
tíma.
Því virðist eðlilegt að móta nafngiftir
þeirrar vöru, sem við framleiðum af þessu
tagi, á þann veg, að nafnið segi eitthvað
um gæði vörunnar. í vaxandi mæli virðist
hafa verið tilhneiging til að kalla alla
framleiðsluna hér með HEY sem forskeyti,
heymjöl, heykögglar, heykökur. Þetta get-
ur verið réttmætt þegar um vissar teg-
undir þessarar vöru er að ræða, viss vöru-
gæði má tákna með því heiti, álíka
eins og aðrir gera. En þá er bæði eðli-
legt og sjálfsagt að tákna nafngiftir
hverrar tegundar við viss mörk verð-
mætra efna í þessu fóðri, t. d. við 12%
F R E Y R
345