Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.07.1973, Qupperneq 9

Freyr - 15.07.1973, Qupperneq 9
Smjörgerð 5000 ára Orkumagn heimsins hefur safnast saman á ýmsum öldum um hundruð þúsunda eða jafnvel milljónir ára. Öll þau fituefni í jörðu, sem unnin hafa verið og enn felast þar, olíur og gas, varðveita forna sólar- orku í geysilegum mæli, en sú orka er stöðugt leyst úr læðingi, mannkyninu til gagns, þegar þessar fornu birgðir brenna. Á okkar tímum er orku sólarinnar safn- að úr gróðri jarðar og síðan notuð fljótlega en ekki geymd í jarðarskauti né í iðrum hennar. Olíur ýmissa jurta eru notaðar til smjörlíkisgerðar og smjörlíkið síðan aftur sem neyzluvara nokkrum mánuðum síðar. Sá orkugjafi er aðeins 100 ára sem verk- smiðjuframleiðsla og þá um leið sem orku- gjafi í tilveru mannkynsins. Allt öðru máli gildir um smjörið. Það er að vísu framleitt úr orku þeirri, sem jurtirnar hafa skapað með hjálp sólargeisl- anna. í líkama kvendýrs myndast mjólkin af þeirri næringu, sem þau fá með neyzlu jurtanna og lifandi skepnur eru þær verk- smiðjur, er framleiða smjörfituna, en úr henni er smjörið gert, eins og allir vita. Þegar maður fréttir, að smjörlíkisgerð 1 heiminum sé aðeins 100 ára þá vaknar spurningin: Hve lengi hefur smjör verið gert? Því er að svara, að minnsta kosti 5000 ár eru með vissu síðan fyrst var búið til smjör, og líklega er smjörgerð enn eldri. Ekki er víst, að smjörið hafi í fyrstu verið gert til þess að smyrja brauð. Æva- fornar sögur segja frá því, að smjör hafi orðið til þegar mjólkurbelgir voru bundnir um bök smala og hjarðmanna, sem voru á ferli með hjarðir sínar í fjallalöndum suðurlanda á ýmsum tímum. Ekki fara sögur af því hve feit sú mjólk var, en fitan hefur þar, eins og í nútíma smjör- gerð, orðið að smjöri, þannig, að fitukúl- urnar hafa runnið saman. Frá ævafornum heimildum er vitað, að smjör hefur verið notað við trúarlegar athafnir, sem læknislyf, hársmyrsl, vagna- smurning, olía til eldsneytis og svo sem næring fólks. Myndrænar athafnir við smjörgerð eru til sem musterisskreyting í Mesopótamíu. Þær skreytingar eru í Ur og eru um 3000 ára. Veda-handritin indversku eru eitthvað yngri en myndskreytingarnar í upprunabæ Abrahams, en þau segja frá smjörgerð, sem þá hefur verið þekkt og viðhöfð frá ómunatíð. Þá var smjör gert á þann hátt, að spaðar voru látnir hreyfast um lóðrétt- an öxul, með öðrum orðum: þá var strokk- að. 5000 ár, það er langur tími og ef við miðum við ættliðafjölda og segjum bara 4 ættliðir á öld, þá eru þetta svo sem 1250 ættliðir, sem hafa búið til smjör og notað það á einn og annan hátt. Hve margar hugmyndir ætli það séu, sem eru svona gamlar og stöðugt er breytt í veruleika í daglegri athöfn? Því er ekki auðsvarað. Auðvitað hafa ýmsar aðferðir verið notað- ar til þess að breyta smjörfitu í smjör (eða mjólkurfitu ef betur þykir við eiga að kenna fitu þessa við sitt frumefni), en hvaða tæki sem notuð eru byggist smjör- gerðin alltaf á því, að fitukúlurnar renni saman og myndi samfellu, er loði saman eins og smjörið, sem við öll þekkjum. En smjörið er misjafnt eftir því hvaða skepn- ur það eru, sem framleiða mjólkurfituna. F R E Y R 339

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.