Freyr - 15.07.1973, Síða 23
Að húsabaki við Biilowsvej. Bókasafnsbyggingin til hægri.
patar — grasalæknar — suðu að vísu smyrsl og
blönduðu og brugguðu svokölluð læknislyf, og
Iíklega hafa einhverjir á meðai þeirra afrekað
álíka og hæfileikasnauðir menntaðir aðiljar, en
laklegustu starfsmenn hverrar stéttar bera ekki
hróður hennar né þróun fram á leið, og þá eigi
heldur á umræddu sviði. En þróunin kom og hún
skreið ört.
Dýralæknaskólinn á Kristjánshöfn menntaði
dýralækna til þjónustu um Norðurlönd og meira
að segja var hann skóli Norðmanna á þessu sviði
fram yfir 1930, en árið 1856 var skólinn fluttur út
á Frederiksherg þar sem hann stendur enn, enda
nefnt ár sameinaður öðrum deildum á sviði æðri
menntunar landbúnaðar í stofnun þá, er síðan
hefur heitið DEN KONGELIGE VETERINÆR- OG
LANDBOHÖJSKOLE.
Á bak við stærstu kennslustofu skólans frá 1856,
stendur brjóstmynd úr málmi á háum stalli. I*að
er líkan af Peter Chr. Abildgárd, fyrsta dýra-
Iæknisins um Norðurlönd, stofnanda dýralækna-
skólans, sem nú er 200 ára.
* * *
Starfssvið dýralækna hefur víkkað og hlutverkum
þeirra fjölgað þegar tímar liðu. Frá því að vera
járningastöð og slysabótastöð hefur allt hlutverkið
— eða öll hlutverkin — þanizt út og þáttum f jölg-
að. Farsóttir og aðrir næmir kvillar voru lítt eða
ekki viðráðanleg fyrirbæri fyrir 200 árum vegna
þess, að þá þekktu menn ekki bakteríur og vírus,
né feril þeirra og tilveruskilyrði. Fyrir atbeina
ýmissa vísindamanna hafa sjónarsvið opnast inn í
veröld þessara lífvera og þáttur þeirra og áhrif á
heilsufar manna og skepna skýrst svo, að á sviði
dýralækninga eru þar orðnar umfangsmiklar
greinar og röð faglegra fræða, sem enginn þekkti
í bernsku dýralækninganna.
Smátt og smátt — stundum og í stórum stökkum
— hefur hiutverkið vaxið, ekki aðeins til þess að
lækna veikindi, kvilla og farsóttir, heidur og eig-
inlegar sóttvarnir, þar sem m. a. heilbrigðiseftirlit
er veigamikill þáttur, svo sem bezt er þekkt á
okkar dögum í hreinlætisráðstöfunum á vinnu-
stöðum og vinnslustöðvum. Þar er nú orðinn á-
kaflega mikilvægur liður á starfssviði dýralækna.
* * *
Um langt skeið var Dýralæknaskólinn í Kaup-
mannahöfn staðurinn, sem íslenzkir dýralæknar
hlutu menntun sína. Á síðustu áratugum hafa dýra-
læknarnir sótt á fleiri mið og sérstaklega til
Noregs, en skóli fyrir dýralæknanema hóf þar
ekki störf fyrr en árið 1936, eins og fyrr getur.
Heill hópur íslendinga hefur sótt nám við dýra-
læknaskólann í Kaupmannahöfn, og námi þar hafa
lokið 12 íslenzkir dýralæknar.
F R E Y R
353