Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.07.1973, Qupperneq 30

Freyr - 15.07.1973, Qupperneq 30
Af°lAR Norskur bóndi fær að meðaltali 7—8 blöð og tímarit um land- búnað. Þetta þykir ýmsum of mikið og þessvegna hefur verið kjörin nefnd hjá útgáfustofnun land- búnaðarins til þess að gera tillögur um betri skipu- lagningu þessara efna. Ýmsir telja, að betri kerfun á útgáfustarfsemi geti orðið öllum til gagns. Tillögur eru uppi um að gefa út tímarit búnaðarfélagsskaparins fyrir allt landið, en ekki sitt blað fyrir hvert fylki eða landshluta eins og nú gerist. í öðru lagi mætti svo gefa út tímarit vegna búvöruframleiðendanna, er einnig næði til alls landsins og flytti efni frá þeim vettvangi og til hans fyrst og fremst. Verði gerð alvara af þessum tillögum yrði gengin svipuð gata og gerðist í Danmörku fyrir nokkrum árum þegar búnaðarblöð landshlutanna voru lögð niður og LANDSBLADET stofnað. Bondebladet málgagn norskra bænda, í dagblaðssniði, segir frá því um miðjan marz, að það séu aðeins írar og Finnar, sem drekki meiri mjólk en Norðmenn. íslendingar hafa þá ekki verið á þeim lista, sem blaðið hefur haft, en íslendingar eru næstir Finn- um með neyzlu mjólkur, írar þá nr. 3. Bonde- bladet segir, að ársneyzla hvers Norðmanns sé 157 lítrar nýmjólk, 11 lítrar undanrenna, 8 lítrar áfir eða sýrð mjólk og svo yoghurt partur úr lítra, allt miðað við árið sem leið. Þess er getið einnig, að neyzla yoghurtmjólkur fari ört vaxandi. Sam- anlögð mjólkurneyzla á mann var 180 lítrar, eða aðeins hálfur lítri daglega á mann. Segir blaðið það allt of lítið því að næringarsérfræðingar mæli með einum lítra á dag að meðaltali á mann. Rjómi, ostar og smjör og aðrar vinnsluvörur mjólkur eru ekki taldar í ofangreindri neyzlu. Hraðþurrkunarstöðvar er nota gras og grænar jurtir sem hráefni í Dan- mörk, voru rúmlega 60 starfandi á síðasta sumri (1972) og þurrkuðu uppskeru af um 30.00 hektur- um lands, en af því reyndust 350.000 tonn þurrkuð vara. Á heimamarkaði seldust 90.000 tonn, en 260.000 tonn voru seld úr landi. Talsvert magn var fyrst selt á 400 danskar krónur tonnið en eftir að verð á próteini hækkaði seint á árinu fékkst hækkandi verð fyrir þurrkaða grænfóðrið og komst upp í 700 krónur um tíma. Búið er nú að selja fyrirfram um 200.000 tonn af framleiðslu sumars- ins 1973 fyrir um 500 krónur tonnið. Miðað við þetta verð er reiknað með að bóndinn fái um 2/5 þessa andvirðis, en það segir þá um leið, að 3/5 verðsins nemi uppskeruvinnu, vinnslunni og sölu- meðferð vörunnar, ásamt vöxtum og afskriftum á stofnfé. Finnskir sauðfjárbændur kvarta mjög yfir því, að síðustu árin hafi verðlag á afurðum sauðfjár verið svo lágt, að stórtap hafi verið á þeim búskap. Landsráðunautur þeirra, Nils Inkovaara segir í grein í Landsbygdens folk, í febrúar sl., að þeir skuli ekki láta hugfallazt, því að betri tímar séu framundan. Ullarmarkaður heimsins hefur verið í lágmarki, en ull og gærur hafa jafnan verið finnskum sauðfjárbændum góðar tekjulindir og tiltölulega meiri en kjötið. Því er spáð, að verð á skinnum og ull, og svo ullarvörum yfirleitt, sé á uppleið. í umræddri grein er rætt um skipulega starfsemi í meðferð fjárins og m. a. komið inn á hversu ódýrt megi fóðra. Er þar bent á votheysgjöf sem ódýrasta leið til fóðrunar, að- eins þurfi að muna um leið, að nota þurfi fosfór- ríkt fóður með votheyinu. CLAAS heyhleðsluvagnar Dráttarvélar hf. bjóða upp á tvær stærðir af hinum þekktu og traustbyggðu CLAAS hey- hleðsluvögnum autonom LWL og Autonom LWG, sem er stærri. Claas heyhleðsluvagnar eru sterkbyggðir og liprir. Hjólbarðar eru stórir, 11.5X15 (svo- nefndir flothjólbarðar). Söxunarbúnaður er fyrir þurrhey og vothey og stillanlegt drátt- arbeizli. Þurrheysyfirbygging er fellanleg. Hleðslutíminn er 5 mín. og losunartími allt niður í 1 mín. Claas heyhleðsluvagninn nær upp allt að 1.60 m breiðum múga. Stærðin LWL er 1100 kg að þyngd tómur, en 3600 kg hlaðinn. Hann rúmar 21 ms af þurrheyi, en 12’ af votheyi. Pallstærðin er 3.60X1-60 m og heildarlengd 6 m. LWG er 1200 kg tómur, en 3800 kg með hlassi. Hann rúmar 24 m af þurrheyi, en 14 m' af votheyi. Pallstærð er 4.30X1-60 m og lengd alls 6.80 m. Sporvídd beggja stærð- anna, LWL og LWG, er 1.50 m. Góð reynsla hefur fengizt af notkun CLAAS heyhleðsluvagna hérlendis. Þeir eru fyrir- liggjandi á lager, og geta fengizt afgreiddir strax. Leitið nánari upplýsinga og fyrir- greiðslu hjá Dráttarvélum hf., Suðurlands- braut 32 í Reykjavík. Sími 8-65-00. SJÁ FORSÍDTJ 360 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.