Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1973, Síða 27

Freyr - 15.07.1973, Síða 27
EGG eru alhliða næring Við fáum ekki fæðu, sem gefur meiri alhliða næringu en egg og meira að segja eru ekki eins fjölbreytt næringarefni í mjólk. Því miður hafa verið færð á vettvang dagsins þau tilhæfulausu ummæli, að egg auki koiesterol í blóði neytenda eggja. Þetta eru ummæli sænska prófessorsins GEORG BORGSTRÖM. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið viðvíkj- andi eggjaneyzlu og áhrifa hennar á kole- sterolmagn í blóði neytendanna, hafa sýnt allskonar árangur, hjá sumum vex magnið, hjá öðrum er það óbreytt og hjá ýmsum minnkar það við eggjaneyzlu. Kolesterol- magn í blóði manna er sveiflum háð, rétt eins og hitastigið, en ástæðurnar eru ó- kunnar. Það er líka til saga um það, að kanínum hafi verið gefin egg, sem þær átu með beztu lyst og drápust af því. Eggjaframleiðsla og eggjaneyzla er eðli- leg athöfn, en hitt er aftur á móti vafa- samara, hvort þróun í alifuglabúskap er eðlileg þegar framleiðslueiningarnar eru svo stórar sem nú er orðin raun á sum- Blaðlýs 'á berjalyngi. Sumarið 1971 bar talsvert á blaðlúsum bæði á bláberja- og aðalbláberjalyngi víðs- vegar um landið. Sást þetta mjög greini- lega ef lyngið var skoðað í stækkunargleri. Blaðlýs voru einnig á krækilyngi, en miklu minna af þeim þar. Ennfremur mikið á gulvíði og grávíði og ýmsum jurtum sem vaxa innanum víðinn og lyngið, t. d. tún- súru o. fl. Á birki og fjalldrapa eru blað- lýs algengar. Hin þurra sumarveðrátta á vel við þær. Fróðlegt væri að frétta hvað margir sjá blaðlýs á berjalyngi í ár. staðar, þegar byggt er yfir milljón hænur og heilar verksmiðjur, er þekja hektara lands, eru reistar til holdafuglaframleiðslu. Þega svona er að farið koma í ljós ýmis vandamál, sem erfitt er að sneiða hjá, svo sem smitunarhættan og vandamálið hvern- ig losna skal við úrgang án þess að menga umhverfið í miklum mæli. Tryggingarfélögin segja bezt til um það, þau hafa séð sig neydd til að hafa að mun hærri tryggingarstig á stórum búunum, sem raunar eru heilar verksmiðjur. Þetta var ekki tekið með í reikningsdæmin á fyrstu stigum stóru búanna, en umhverfis- málin eru öll komin á það stig, að þetta verður allt að koma inn í dæmin. Viðvíkjandi eggjunum er að segja, að þar hefur fóðrið ákaflega mikla þýðingu, og þá fyrst og fremst próteinið og önnur sérlega lífgefandi efni. Próteinið í fóðri hænanna verður að vera af því tagi, gert af þeim amínósýrum, sem í eggjum hljóta að vera. Sé ekki svo minnkar varpið, en þó ekki fyrr en hænan getur ekki offrað úr líkama sínum nauðsynlegum amínósýrum til þess að gera þau eðlileg að innihaldi. Hið sama gildir um magn vitamína. Þegar fóðrið er ekki við hæfi offrar hænan einatt það miklu af sjálfri sér, að heilsa hennar spillist og hætta er á dauðs- falli. Mjölsveppur í grasi Oft sézt mjölsveppur í grasi, en óvenju mikið bar á honum sumarið 1971. Gró sveppsins eru hvít og verða blöð jurtanna líkt og mjöli drifin ef mikið er um svepp- inn. Síðari hluta sumars rauk allvíða upp hvítt gróduftið, þegar gengið var um grasið. Bar verulega á þessu í vallarsveif- grasi, snarrótarpunti og vallarfoxgrasi. Þar sem seint var slegið og einnig utan tún- anna á villigrösum. Einnig sáust sogtítur (Nysisus) á lyngi og undafíflum. F R E Y R 357

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.