Freyr

Årgang

Freyr - 15.07.1973, Side 14

Freyr - 15.07.1973, Side 14
Hjá börnum á fyrsta ári getur ofnæmi horfið skyndilega. Því er betur að þetta gerist stundum með mjólkurofnæmi. Of- næmi gegn eggjum hverfur einatt þegar barnið kemst á skólaaldur, en ofnæmi gegn fiskmeti varir jafnan mikið lengur. Auðkenni ofnæmis. Engin föst regla er um hvernig ofnæmi gerir sín vart. Stundum koma áblástrar á varir og eymsli í tungu og eru þau fyrir- bæri algeng en ekki alvarleg yfirleitt. Stundum kemur það í ljós sem magaveiki með niðurgangi og verkjum. Enn önnur auðkenni eru sýnileg á húðinni sem ofsa- kláði eða roði. Algengt fyrirbæri er rennsli úr nefi og augum, höfuðverkur, sviti eða enn annað. Alvarlegast er það þegar all- ergi kemst á það stig að valda öndunar- truflunum. Að ýmsum leiðum er hægt að kanna hvaða fæðutegundir valda allergi, en í reynd er ekki auðvelt að sneyða hjá þeim matvælum, sem valda kvillanum. Algengt er að ofnæmi sé arfgengt, en ekki er þar með sagt, að einstaklingarnir hafi ofnæmi gegn sama efni. Stundum er það tengt fæðunni, stundum umhverfinu og torvelt er að gera sér grein fyrir tilbreyt- ingum þar að lútandi. Þannig er t. d. einatt með egg, að sumir þola þau vel að sumrinu, en að vetri alls ekki og sérstaklega ekki í sambandi við kvef eða aðra farandkvilla. Hvað ber að gera til þess að sneyða hjá áhrifum ofnæmisvalda er raunar ekki létt að ráðleggja, nema þetta, að borða ekki þær fæðutegundir, sem einstaklingurinn veit að hann hefur ofnæmi gegn. Á síðari árum hefur þráfalt verið reynt að gera fólk ónæmt gegn þeim matvælum og öðrum efnum, sem valda því ofnæmis- óþægindum. Hægt er að draga úr áhrifun- um á ýmsan hátt, með innspýtingu eða inntöku og notkun vissra mótefna eða deyfiefna, en ekki verður sagt að þær ráð- stafanir séu yfirleitt góðar eða ágætar til varnar, og meira að segja er árangur slíkra athafna einatt lítill eða enginn. Óbeit. Það er ekki óalgengt, að það fólk, sem um- gengst ofnæmiseinstaklinga, lítur á þá sem skrítna, svo ekki sé meira sagt. Þetta getur skeð við kaffiborð. Sé í kökur blandað hnetum eða möndlum, og ofnæm- ispersónan veit ekkert um það og bragðar köku af þeirri gerð, getur það leitt til al- varlegra afleiðinga, sem óskiljanlegar eru nærstöddum, er ekkert þekkja til svona fyrirbæris. Skólamaturinn er mörgum allergi-börn- um hreinasta kvalræði. Þau geta ekki setið við borðið þegar vissar tegundir matar eru á borðum. Bara lyktin af vissum tegundum matar er þeim kvalræði. Stundum þarf ekki annað til en nærvera einstaklings, er neytt hefur fyrir stuttu réttar, sem veldur ofnæmi. Móðir nokkur hafði að morgni borðað brauðsneið með skelfisk-áleggi. Sonur hennar var með mikið ofnæmi gegn fiskmeti af þessu tagi. Þegar hann fór í skólann kvaddi hann mömmu sína með kossi eins og venjulega, með þeim afleiðingum að hann fékk slæmt astmakast. í skólanum hafði það skeð, að einhver félaganna hafði borðað skeldýrs- rétt daginn áður en sami drengur var í námunda hans í skólanum. Það var nóg til þess að valda miklum óþægindum. Það eru til margir menn og konur, er hafa talsverða eða mikla óbeit á vissum réttum eða tegundum matvæla. Vafalaust er hér um að ræða nokkuð, sem náskylt er allergi, bara á lægra stigi en hin alvar- legu fyrirbæri eða á annan hátt hagað í líkamshræringum einstaklinganna. Þau fyrirbæri þurfa ekki að vera — og eru sjaldan ímyndun, heldur grein á sama meiði og hin algenga og alvarlega allergi. Amerísk rannsókn á þessum efnum hefur sýnt og sannað, að í 80 af hundraði slíkra fyrirbæra, hefur fólk andúð á vissum teg- undum fæðuefna, en það er í rauninni grein á meiði ofnæmis. 344 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.