Freyr - 15.07.1973, Síða 21
VOTHEYSPYLSIJR
í Glumslöv í Svíþjóð voru kýrnar fóðraðar
með votheyspylsum í vetur, en svonefnd
votheyspylsugerð er nýjasta aðferðin við
votheysverkun.
Með vélrænum búnaði er að því unnið
að búa til þessar svokölluðu votheyspylsur.
Bóndi heitir Erik Andersen, í Glumslöv
við Landskrona, í Svíaríki. Hann ræktar
árlega jurtir til votheysverkunar á 7—8
hekturum lands, handa 70 kúm sínum og
ungviði öllu. Á síðasta hausti var hann
ekki við því búinn að taka allt fóðrið af
þessum spildum í vothey, en frétti þá um
það leyti af nýjum þýzkum búnaði, þar
sem vél er látin þrýsta nýslegnu græn-
fóðri inn í víða plastslöngu, síðan er hver
pylsa í slöngunni sett á geymslustað, helzt
undir þaki, mátulega löng í geymsluna, en
slangan er klippt sundur og bundið vand-
lega fyrir þegar pylsan er hæfileg að lengd.
Bónda leizt vel á að prófa þessa nýju
aðferð, keypti vélina, sem treður í slöng-
una. Hún kostaði meira en hálfa milljón
Fopþurrkun
grænfóðups
Danir hraðþurrka tiltölulega meira af
grænum jurtum en allar aðrar þjóðir og
hafa jafnframt mikla rannsóknastarfsemi
gangandi viðvíkjandi verkefnunum.
Eftir margra ára umfangsmiklar niður-
stöður hafa verið tilkynntar ályktanir, sem
fengnar eru og hljóða þannig:
• Við eðlilegt veðurfar eykst þurrefnis-
magn um 5—10% á sólarhring við for-
þurrkun.
• Forþurrkun skal aðeins viðhöfð að
degi í þurru veðri.
• Jöfn dreifing uppskerunnar um þurrk-
reit hraðar þurrkun um allt að 40%,
miðað við að þurrka í görðum.
ísl. króna (30.000 sænskar kr.) og hver
lengdarmetri í slöngunni kostaði kr. 12
sænskar (þ. e. um 250 ísl. krónur).
Eftirtekjan til votheysverkunar var að
þessu sinni rófnakál, en bóndi álítur að
gras-smárablanda sé eins vel fallin til
verkunar á þennan hátt. Og bóndi gefur
kúnum votheyspylsur og líkar ágætlega.
Hann segir, að víst séu loftbólur hér og
þar í pylsunum, en annars sé allt eins og
vera skal. Ekki er þess getið, að hann hafi
sett sýru í hráefnið, enda er jafnan auð-
velt að gera vothey af káli. Erik Andersen
hefur ekki byggt fast þak yfir pylsubirgð-
irnar, en þakti þær allar með hálmi.
Reynslan mun svo skera úr hvort þessi
aðferð er hagræn eða óhagkvæm í fram-
kvæmd, en þess má geta um leið, að um
allmörg undanfarin ár hefur verið prófað
að verka vothey í plasti, með mjög mis-
jöfnum árangri. Plastið verður að vera svo
þykkt, að strá stingist ekki í gegn um það.
Vélrænn búnaður eins og sá, er hér um
ræðir, virðist mjög dýr og þurfa mikið
verkefni til að svara kostnaði.
® Tap af þurrefni nemur 2,5% við for-
þurrkun í sólarhring.
® Efnasambönd í þurrefninu breytast
mjög lítið við forþurrkunina.
® Á hverjum sólarhring tapast um 10%
af A- og E-vitamínum þegar græn-
fóðrið er forþurrkað.
® Forþurrkun hefur í för með sér þurr-
efnatap og svo er kostnaður við að
garða grasið og dreifa því.
Á móti þessum kostnaði kemur veru-
legur sparnaður á eldsneyti við hrað-
þurrkunina.
9 Árangur forþurrkunarinnar er einnig
háður því hvort þurrkunarhraðinn
stuðlar að auknum afköstum svo að
samanlagður árangur hraðþurrkunar-
innar getur þannig eflt hagræna út-
komu, ekki sízt ef hægt er að lengja
starfstímann á ári hverju.
F R E Y R
351