Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.07.1973, Qupperneq 19

Freyr - 15.07.1973, Qupperneq 19
Maurasýruvothey gaf meiri mjólk en vothey án íblöndunarefna Smátt og smátt fjölgar þeim, sem hagnýta þá kosti, er maurasýran býður í sambandi við votheysgerð. Það eru nú liðnir ára- tugir síðan maurasýra var fyrst tekin í notkun í þessar þarfir. Aður höfðu menn notað skyldar sýrur um aldir til varð- veizlu matvæla fyrst og fremst, og þekkt- ust þeirra var auðvitað mjólkursýran. Fremstir allra um notkun maurasýru til fóðurgeymslu eru vafalaust Norðmenn, en einnig Finnar, Svíar, Bretar og Bandaríkja- menn eru komnir í hóp þeirra, sem mæla sérlega með þessari sýru til votheysgerðar. í Journal of the British Grassland So- ciety segja Castle og Watson frá því, að maurasýruvothey hafi yfirburði yfir vot- hey án íblöndunar að flestu leyti ef ekki öllu. Á Hannah mjólkurstöð í Vestur-Skot- landi var gert vothey af fyrsta og þriðja sláttar grasi og blandað 2,3 1 maurasýru (óblönduð) í hvert tonn af grasi, en sam- tímis gert vothey án íblöndunar af sama hráefni. Þegar votheyið kom til gjafa að vetri sýndi það sig, að hvorutveggja var ágætis vothey en þó var vottur af smjörsýru í því, sem engu var í blandað. í tvær vot- heyshlöður var verkað af hvoru fyrir sig. Veturinn 1968—69 var votheyið svo not- að handa mjólkandi kúm. Gróffóður kúnna var vothey eins og þær vildu eta, og til viðbótar var hverri kú gefið 5,5 kg kraft- fóður daglega. Eftirfarandi tafla sýnir hve mikið magn votheys hver kýr át daglega að meðaltali, og svo hve mikla mjólk þær gáfu að með- altali. Þegar litið er á tölurnar í töflunni er auð- sætt, að árangurinn af fóðrun með maura- sýruvotheyi er mun betri en þegar notað var vothey án íblöndunar og gilti það um bæði fyrri og síðari sláttar vothey. Hver kýr át að meðaltali 0,8 kg meira þurrefni í sýruheyinu og borgaði það líka með 1,0 kg 4% mjólk daglega. Þótt votheyið án íblöndunar virtist gott og ágætt þá var það af nokkuð annarri gerð en maurasýruvotheyið, því að í hinu fyrrnefnda var talsvert mikið af bakteríum þeirra gerða, sem óæskilegar eru taldar og er þá einkum átt við smjörsýrugerla, en svo sem flestir vita eru þeir ævinlega ó- velkomnir, og þó sérstaklega þegar gera skal osta af mjólkinni. Þar að auki var um að ræða talsvert af próteinsundrandi gerl- um x sama heyi. í maurasýru votheyinu var miklu meira af mjólkursýrugerlum en í votheyinu án íblöndunar og er það auðvitað mikill kost- ur, er mestu ræður um gerð og gæði fóð- ursins, því að kunnugt er, að sjálf maura- sýran myndar yfirleitt maurasúr sölt (formíöt) strax eftir íblöndunina en við sama tækifæri taka mjólkursýrugerlarnir I sláttar vothey III sláttar vothey Maurasýru vothey Án sýru Maurasýru vothey Án sýru Hver kýr át kg þurrefni 8,5 7,6 7,7 6,9 Hver kýr mjólkaði kg 16,5 15,3 16,0 15,5 Fitumagn var % 4,48 4,42 4,30 4,33 Prótein var % í mjólk 3,10 3,00 3,14 3,04 4 % mjólk daglega á kú kg 17,6 16,3 16,8 16,2 F R E Y R 349

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.