Freyr - 15.07.1973, Side 29
STÆRSTU FJÓSIN
í>að væri ciginlega freistandi að birta myndir frá
stærstu fjósum Norðurlanda, sem til þessa hafa
verið reist, en þar sem þau geta naumast eða ekki
orðið fyrirmynd fyrir okkur, má telja eðlilegt að
láta þá hlið málsins liggja. Á hinn hóginn er vel
viðeigandi að segja frá fjósum þessum.
Fyrir nokkrum árum kom ritstjóri Freys að
Næsgárd á Falstri í Danmörk til þess að skoða hú-
skap og búnaðarskóia þar. Frá þeirri heimsókn
var greint í Frey. Þá og löngum áður var það
ýmist bezta eða næstbezta áhöfn i dönsku fjósi,
og þá hafði nýverið reistar þar miklar byggingar.
En nú er þar nýreist mesta fjós Norðurlanda,
er rúmar 450 gripi. í fjósi þessu eru hvílubásar og
þar er aðgangur að fóðrinu frjáls, en fóðrið er
einskonar heilfóður þar eð gróffóðri og kraftfóðri
er blandað saman. Fjós þetta er í ýmsu sérstætt.
Meðal annars má nefna, að það er ekki einangrað,
en kúnum — og gripum öllum — er ætlað að halda
á sér hita við hreyfingu. Veggir eru gerðir úr
léttsteypu, fjósgólfið er asfaltsteypa og þakið er
'hylgjaðar álplötur. Spöruð einangrun x fjósinu er
talin hafa numið um 414 milljón ísl. króna eða
10.000 krónur á grip.
Fjósamenn telja, að fjós þetta sé sérlega heilnæm
vistarvera fyrir alla gripi enda er vel séð fyrir
loftræstingu og öllum tæknilegum búnaði. Sérlegt
mjaltafjós er sambyggt hjarðfjósinu og hægt er að
greina sundur einstaka hópa gripanna eftir nythæð
kúnna.
Innbyggð vog er í fjósinu, sem vegur gripina
þegar þeir ganga þar um og þegar kýrnar eru á
leið í mjaltafjósið vaða þær poll með sótthreins-
andi lyfi, en það á að fyrirbyggja klaufnaveiki af
öllu tagi og einkum smitandi kvilla.
Ungviði nautpenings er í öðru fjósi eldra og það
er hirt af manni, sem ekki er viðriðinn hirðingu
og gæzlu kúnna, en til þess er ætlast, að þegar
kúafjósið er fullt geti fjórir menn annast hirðingu
þar.
Fjósamexm telja, að í fjósi þessu þrífist grip-
irnir mætavel og allra bezt þegar hitastigið er 0—5
gráður á Celcíusmæli. En að sjálfsögðu má ekki
vera þar súgur og loftið svo þurrt sem unnt er.
Fjós þetta varð talsvert dýrara en upphaflega
var reiknað með, en þó tiltölulega ódýrt, að sögn.
Annað fjós í Danmörk, í Gjorslev við Köge, er
nýbyggt eftir teikningu af líku tagi og á Næs-
gárd, þó aðeins minna, en það rúmar 400 kýr. Á
báðum stöðum er tæknibúnaður eins eða áþekkur.
Þess ber að geta, að í fjósum þessum, bæði hvílu-
hásafjósinu á Næsgárd og hjarðfjósinu í Gjörslev,
er hálmur notaður sem dýnur fyrir kýrnar að
liggja á, en það gefur þeim yl um kviði og síður
og einkum um júgur.
Arkitektinn, sem teiknað hefur þessi fjós, heitir
Uldall-Ekman, danskur, en þekktasti land-
búnaðarbygginga-arkitekt Evrópu, enda hefur
hann teiknað slíkar byggingar fyrir búfjáreigendur
í fiestum löndum Vestur-Evrópu
PRÓTEINSSKORTUR INDLANDS
Alþjóðamatvælaáætlunin (WFP) hefur lagt fram
56 milljónir dollara (4928 milljónir ísl. kr.) til að
standa straum af byggingarkostnaði mjólkurhúa í
Indlandi — og er það stærsta verkefni í sjö ára
sögu WFP.
Þetta er eitt af 18 verkefnum í 10 löndum, sem
miða að matvælahjálp og kosta samtals 123 mill-
jónir dollara, en þau voru samþykkt á stjórnar-
fundi WFP í Róm á liðnu hausti. Þrjú önnur verk-
efni í Indlandi taka til vegabóta, landgræðslu í
Mysore-fylki og þróunar skógræktar í Mahara-
shtrafylki.
Indverski landbúnaðarráðherrann, B. R. Patel,
sem sat stjórnarfundinn í Róm, lét svo ummælt,
að áætlunin um byggingu mjólkurbúa x Indlandi
væri stórt skref í framfaraátt, einkanlega með
tilliti til þess að brýna nauðsyn bæri til að brúa
„eggjahvítuefnabilið" í Indlandi, sem einungis
framleiðir 140 grömm af mjólk á hvert mannsbarn
daglega, en lágmarksþörfin er um 280 grönxm á
mann daglega.
Samkvæmt ályktunum á Alþjóðamatvælaáætlun-
in að afhenda á fimm ára tímabili 126.000 lestir
af mjólkurdufti og 42.000 lestir af smjörolíu, en úr
þessu magni á að framleiða milljónir lítra af
flöskumjólk. Mjólkina á að selja í stórborgunum
fjórum, Bombay, Delhi, Kalkútta og Madras.
Indverski hluti áætlunarinnar er fólgin í þróun
mjólkurbúanna og dreifingu afurðanna. Mjólkur-
kýr verða fluttar frá stórborgunum fjórum til
nærliggjandi svæða, komið verður upp móttöku-
og dreifingarmiðstöðvum úti á landsbyggðinni og
beitilönd endurbætt.
F R E Y R
359