Freyr

Årgang

Freyr - 15.07.1973, Side 10

Freyr - 15.07.1973, Side 10
BÆNDAMENNTUN og búvísindamenntim Svía Freyr hefur á þessu ári hreyft við þeim mál- um, sem snerta menntun garð.yrkjumanna, húsmæðra og bændaefna. Um undanfarin ár hefin* nefnd eða nefndir setið á rökstólum til þess að ræða búfræðimenntunina, þar á með- al stofnun nýrra bændaskóla og meira að segja er til samþykkt um stofnun skóla í Odda á Rangárvöllum. En það er fleira á döf- inni í skólamálum. Menntaskólar eru líka í uppsigjingu, nýir menntaskólar, sem hæg- lega geta tekið búfræði á námsskrá sína rétt eins og önnur fög og er það meira en viðeig- andi. Hér skal sagt, að raunar virð.ist það viðhorf eðlilegast af öllu í þessum efnum. Og því ekki að gera eins og Svíar að þessu leyti? Aðrar Norðurlandaþjóðir hafa í athug- vm að fara sömu leið og Svíarnir, þær horfa nú til hnignandi búskapar og þar með stór- fækkun bænda og einnig fækkunar búnaðar- skólanna frá því sem fyrr var. Við eigum tvo starfandi búnaðarskóla og það er nóg, en til viðbótar getur komið menntun á sviði valgreina í búfræðum við menntaskóla á Egilsstöðum og á Selfossi. Það er tillaga und- irritaðs og þess vegna sýnist eðlilegt að kynna starfsaðferð Svía, hina nýju, á svið.i landbúnaðarmenntunar. Ritstj. Það eru ekki nema tvö ár síðan Svíar söðluðu um á sviði þeirra greina, er snerta búnaðarmenntunina, en þær viðtökur, sem hið nýja snið hefur lilotið, eru svo bylt- ingarkenndar, að engan, eða fáa að minnsta kosti, hefur dreymt um slíkt. Hinu nýja sniði er tekið svo fádœma vel, að ýmsir óttast að það sé bara nýja-brum- ið, sem þar veldur en ekki varanleg leið til atvinnuvals og undirbúning fyrir ævi- starf. Sókn ungmenna til valgreina í landbún- aði er svo mikil, bæði af hálfu pilta og stúlkna, að um hreina hreyfingu er að ræða, og Svíar hafa gefið henni sérheiti: Grœnkandi vor (Den gröna váren). í stuttu máli sagt er nýja leiðin eins og nú skal greina. Búnaðarskólarnir í rúmum 30 sænskum bændaskólum er nú völ á tveggja ára menntun í búfræðigrein- um, þannig sniðnum, að umrædd tvö ár falla inn í námsferil almenns menntaskóla og próf í þeim greinum hafa stigagildi til stúdentsprófs. Á liðnu vori lauk fyrsti hóp- urinn tveggja ára náminu frá ýmsum þessara skóla og þá taka við þau hlutverk á námsskrá þessa fólks, sem mótuð eru samkvæmt reglugerð þar um. Svo er sagt, að umsóknir til þessara greina séu svo miklar að undrun sæti og ýmsir spyrja: Er þetta eðlilegt? Því verður reynslan náttúrlega að skera úr, en leiðin er ekkert óeðlileg og á þessu stigi máls má segja, að þetta sé í reynd tilraunaskeið menntavegar með nýju sniði. Fyrirbærið er þó ekki nýtt í heiminum, því að vestan hafs hefur álíka verið í gildi um nokkurt skeið og þykir þar hafa gefizt vel. Að sjálfsögðu hafa búnaðarskólarnir orðið að breyta námsskrám sínum frá því er fyrr gerðist, en það var auðvelt því að þeir voru visnandi og sumir uppgefnir vegna engrar aðsóknar, en hér færðist heldur betur líf í tuskurnar þegar nýjar leiðir voru valdar. Nemendurnir koma beint úr grunnskólunum yfir í búfræði- greinarnar. Skólarnir voru til með öllum kennslubúnaði, þessvegna eru þeir notaðir, en að sjálfsögðu gætu þessar greinar verið brot af nýjum skólum. Landbúnaðurinn og undirbúningsmennt- un hans er hérmeð sett á sama bekk og aðrar faggreinar þar í landi, eftir sögn 340 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.