Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1973, Síða 12

Freyr - 15.07.1973, Síða 12
Meðferð matvæla Fjöldi sjúkdóma bieiðist út frá sýklum, sem komast inn í líkamann gegnum munn- inn. Þessar lífverur geta margfaldast með furðulegum hraða í hæfilega röku og hlýju umhverfi. Fæðan, sem við nærumst á, get- ur orðið kjörið heimkynni fyrir þær. Sýkl- arnir, sem valda blóðkreppusótt, lifrar- bólgu, taugaveiki og lömunarveiki, berast með manninum sjálfum og skiljast út með úrgangsefnum líkamans. Snerting fæðu- tegunda með óþveg'num höndum á sinn þátt í að útbreiða þessa sjúkdóma. Venjulegt kvef, inflúenza og berklasýkl- ar geta hafst við í nefi og' hálsi. Dýr bera með sér ýmsar skaðlegar líf- verur, sem geta komizt í matvæli og smitað manninn á þann hátt. Flugur og meindýr, sem komast í skemmd matvæli eða önnur sýkt efni, geta borið með sér smit og valdið útbieiðslu sjúkdóma. Jafn- vel ryk flytur með sér sýkla. Vamir Hreinlæti er öruggasta ráðið til að hindra útbreiðslu sjúkdóma frá matvælum. Notið undantekningarlaust sápu og vatn til að þvo hendurnar, eftir að hafa verið á salerni áður en þér snertið matvæli. Forðist að hósta, ræskja yður eða hnerra yfir matinn. Lokið skurðum, sárum, sprungum og fleiðrum með vatnsþétturn umbúðum. Matvælageymsla og matvælagerð Sýklum fjölgar bráðast í 16° og allt upp í 60° hita á C. Fæðutegundir, sem hættir til að skemmast, á að geyma í kæliskápn- um. Hættulegir sýklar geta leynst í hráu kjöti. Flestir drepast þeir við suðu. En gætið þess að hrátt kjöt spilli ekki soðnu kjöti, sem ekki á að hita aftur. Séu leifar af kjöti eða kjötréttum illa hitaðar eða aðeins yljaðar, getur það valdið gífurlegri fjölgun á sýklum, sem leynast í þeim. Endurskoðið öll eldhússtörfin Þvoið matarílátin úr snarpheitu vatni. Handleikið ekki bollabarmana og rennið ekki fingrunum eftir hnífblöðunum. Notið ekki óhreinar þurrkui. Nctið aldrei eldhús- vaskinn til að þvo ílát heimilisdýranna eða svuntur og annan fatnað barnanna. Kem- ísk efni, hreinsi- og þvottaefni, skordýra- eitur má aldrei hafa þar, sem þau geta spillt fæðutegundum. Lokaðar geymslur eða skápar ættu alltaf að vera til fyrir allan borðbúnað og mat- arálát, þegar þau eru ekki í notkun. Þvoið hendurnar oft og alltaf áður en þér fáist við mat. Kæling iríatvæla Kæling drepur ekki sýkla, en hún hindr- ar fjölgun þeirra. Notið kæliskápinn skyn- samlega. Kjöt og kjötréttir, jafningar, sósur, fiskur og fiskréttir, mjólk, egg, mjólkursúpur og mjólkurbúðingar, eggja- mjólk, rjómi og gervirjómi, á allt að vera eins nærri frystihólfinu og hægt er. Kjöt, soðið og hrátt, þarf að vera í sérstöku lokuðu íláti. Fiskur á einnig að vera í þéttum umbúðum eða lokuðu íláti svo hann hvorki dragi í sig né gefi frá sér lykt. Mjólk á að geyma í lokuðum flöskum. Það sem ekki 'má gleymast í sambandi við ísskápinn Gætið þess að matvælin, sem sett eru í hann séu sem allra hreinust. Þvoið græn- metið. Þurrkið af dósum og flöskum. Takið burtu allar ytri umbúðir frá verzlunum (dagblöð og þessháttar). Gangið úr skugga um að allt sem hellist niður, sé vandlega þurrkað upp samstundis með hreinni þurrku, sérstaklega rjómi og mjólk. Látið hvorki matvæli í ísskápinn né takið út úr honum nema með hreinum höndum. (Fréttabréf um heilbrigðismál). 342 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.