Freyr - 15.07.1973, Síða 13
Ofnœmi - Allergi
Sú var tíðin, að ég fékk ógleði og uppköst
ef eplalykt var í umhverfi mínu og ekki kom
til greina að neyta epla því að þá umhverfð-
ust ÖII innyfli. Margir kannast einnig við
andúð barna á soðnum rófum, en hráar rófur
finnst sömu börnum hreint lostæti. Þar er
vafalaust um ofnæmi að ræða og skyldi eng-
inn þvinga börn til að neyta þess, sem þau
hafa óbeit á.
Sænskur dósent heitir SVEN KRÆPELIN.
Hann er barnalæknir. Viðtal við hann birtist
í vetur í blaðinu LAND, sem er vikublað
sænska landbúnaðarins. Fjallaði það um
ALLERGI eða OFNÆMI, eins og sá mann-
Iegi kvilli er nefndur á íslenzku. Fer það
viðtal hér á eftir, endursagt, því að sjálfsagt
hefur það sama gildi hér eins og þar í landi.
Fjallar frásögn hans eingöngu um þá all-
ergi, sem tengd er matvælaneyzlu. Ritstj.
Þegar ég var læknakandídat skráði ég
sjúkrasögu sjö ára drengs, sem kom á
sjúkrahúsið. Hann var nýbyrjaður skóla-
göngu. Dag nokkurn fékk hann andteppu
í skólanum og ógleði. Skólalæknirinn sendi
hann beina leið heim og taldi víst, að þetta
væri astma. Daginn eftir var drengur heill
heilsu. En þetta fyrirbæri endurtók sig á
hverjum fimmtudegi, og aðeins þar og þá,
en einmitt á fimmtudögum var skólamat-
urinn flesk og grænar baunir, en heima hjá
sér fékk drengurinn aldrei grænar baunir.
Þegar hann kom á sjúkrahúsið hafði
hann ekki borðað grænar baunir. Hins-
vegar kom það í ljós við nánari könn-
un, að hjá nágranna-fjölskyldunni hafði
hann þegið kjötbollur þann dag, sem hann
veiktist og við nánari eftirgrennslan varð
uppvíst, að þrátt fyrir að hann bragðaði
ekki baunirnar, sem bornar voru á borð
með bollunum, veiktist hann samt, en það
var af því, að húsmóðirin hafði soðið baun-
irnar og notað soðið af þeim í sósuna, sem
höfð var með bollunum.
Hliðstætt dæmi.
Dæmið um drenginn, sem að framan grein-
ir, er bara eitt af þúsundum, sem hægt er
að segja frá og sannar, að ýmiskonar á-
gætur matur getur verið fólki eins og
hreinasta eitur. Margir hafa ofnæmi gegn
vissu fiskmeti og það alveg eins þó að því
sé blandað í annan mat. Dæmi um það eru
ansjósur. Þegar þeim er blandað í lifrar-
kæfu þá er ofnæmishættan örugg. Þeir,
sem hafa ofnæmi gegn eggjum, verða ann-
markans jafnt varir þegar þeir borða
rjómaís, sem eggjum hefur verið bætt í.
Bragðefni, litarefni og sitthvað annað,
sem blandað er í matinn, hefur sínar verk-
anir, jafnvel þó að íblandað sé aðeins í
örlitlum mæli. Algengustu matvælin, sem
börn hafa ofnæmi gegn, eru: Fiskur, egg,
baunir, hnetur og möndlur. Verst er að
sum börn hafa ofnæmi gegn mjólk, þau
eru að minnsta kosti 3 af hverju þúsundi,
sem svo er ástatt með. Einnig hafa mörg
börn ofnæmi gegn hveiti og höfrum. Það
er vandi á höndum þegar börn hafa of-
næmi gegn mjólk, því að sú næring er
þeim lífsnauðsyn og aðalnæring ungbarna.
Stundum er hægt að fjarlægja ofnæmis-
valdinn við að sjóða mjólkina en allergi
er alltaf tengt próteini fæðunnar. Það er
nú svo, að viss próteinsambönd mjólkur-
innar breytast ekkert við suðu og geta því
verið jafnvirk til ofnæmis þótt mjólkin sé
soðin.
Oftast er það svo, að þegar barnið fær
í fyrsta sinn mat, sem það hefur ekki áður
neytt, verður strax vart við allergi, en það
er ekki öruggt, að sama fæða valdi stöðugu
ofnæmi, heldur getur skeð að nokkur tími
líði unz þess verður vart öðru sinni.
Dæmi eru þess, að bakarar hafa orðið
varir ofnæmis af mjölryki við upphaf
námsferils síns, en svo hafa liðið mörg ár
unz verulega fór að bera á ofnæmi, sem
olli vá og vanda.
F R E Y R
343