Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.06.1975, Qupperneq 6

Freyr - 01.06.1975, Qupperneq 6
framandi hugsun. Þeir láta enn sem við búum í svo stóru og möguleikaríku landi, að hver geti gengið í sjóðinn og sótt sér að vild. Þetta sanna mýmörg dæmi. Það nægir að nefna staðarval fyrir málmblendi- verksmiðju, í góðsveit í góðu landbúnaðar- héraði, á landi, sem allt er ræktað eða vel til ræktunar fallið, — eða áform um að setja undir uppistöðulón ungann úr heiða- löndum nokkurra hreppa, — án þess að vitað sé til, að tilraun hafi verið gerð að meta heildaráhrif þessa og líta á málið allt í samhengi. Svo að aftur sé vikið að því verkefni að gera drög að heildarskipulagi landsnytja, þá skortir enn flest af þeim undirstöðuupp- lýsingum, sem slíkt starf þyrfti að byggja á. Við þekkjum raunverulega ekki stærð lands okkar nema í útlínum, að það er nálægt 103 þúsund ferkílómetrar, og nokkurn veginn hvernig það skiptist eftir hæð yfir sjó, og hvað eru hraun, vötn og jöklar. Við þekkjum ekki með viðunandi ná- kvæmni stærð ræktaðs lands, stærð gróins lands, og enn síður ræktanlegs lands, eða hvað mikið er til af landi, sem fallið er til hverrar tegundar ræktunar, — túnræktar, garðræktar, skógræktar o.s.frv. Við teljum okkur samt vita, hve miklu við höfum tapað af grónu landi og jarðvegi, og eru þær á- ætlunartölur, sem um það eru birtar, á litlu verri rökum reistar en samsvarandi tölur um landstærðir nú. En það hefur enn ekki verið mælt nákvæmlega, hvað við erum búnir að græða, hvað búnir að vinna af landi með fyrirhleðslu vatna, eða hvað við getum unnið á þessum sviðum. Eins má á það benda, að fæstir bændur (hvað þá aðrir) þekkja stærð jarða sinna né hve mikið land þeir eiga af hverjum gæðaflokki. Né heldur þekkja margir beit- argildi landsins, sem þeir eiga eða hafa til umráða. Þrátt fyrir þetta telja menn sig þess umkomna að meta jarðirnar til verðs, og nýlega er búið að gefa út fasteignamat, þar sem ,,landverð“ hverrar jarðar er skráð. Ástæðan fyrir því, að við þekkjum ekki betur þessar mikilvægu stærðir, sem að framan er á minnst, er einföld, — við erum ekki búnir að kanna og kortleggja landið í þessu tilliti. Fyrr en það hefur verið gert, verða stærðirnar ekki mældar. Þar til þess- ar stærðir liggja Ijósar fyrir, geta menn deilt um margt og ráfað í villu um ýmsa hluti. Gerð gróður- og jarðakorta er það um- fangsmesta af því, sem þarf að gera í þessu efni, en auk þeirra þarf að gera margvísleg önnur hagræn kort og aðra flokkun á landi. Slík gróður- og jarðakortagerð hefur verið í undirbúningi um meira en 4 ára skeið, en heldur hægt hefur miðað meðal annars af tæknilegum ástæðum, sem ekki hefur verið hægt að ráða bót á vegna fjárskorts. Gróð- urkortagerð á hálendi er aftur vel á veg komin, — gróðurkort hafa þegar verið gerð af mestum hluta miðhálendisins. 238 F R E V R

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.