Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1975, Síða 18

Freyr - 01.06.1975, Síða 18
Það er ekki sama hvernig með landið er farið. Það sem fer undir borgir og þéttbýli — eða sökkt er undir vatn kemur ekki aftur til ræktunar og matvælaframleiðslu. 8 til 10 þúsund km-. Dr. Björn Jóhannesson áætlar hærri töluna. Mýrar neðan ræktunar- og framræslumarka ættu þá að ná tæplega 8 þús. km-> og eru sennilega töluvert minni. Erfitt er að áætla, hve mikið sé búið að ræsa fram af mýrunum. Óttar Geirsson gerir tilraun til að áætla það í grein í ritinu „Votlendi“ og giskar á, að búið sé að ræsa með opnum skurðum um 112000 ha eða 1120 km2, en ef reiknað er með því, sem ræst hefur verið með lok- ræsum, gæti verið búið að þurrka um 1200—1400 km2. En þarna eru mörkin teyjanleg vegna þess, hve erfitt er að meta, hvað hver lengdareining í skurðum og ræsum fullþurrkar mikið land. Getur því verið, að búið sé að ræsa um 15—17% eða jafnvel meira af mýrum neðan 400 metra. Dr. Björn Jóhannesson telur í bókinni „ís- lenskur jarðvegur“, að mólendi sé um 4.170 km2. (Allt að 7000 km2 af gróðurlendi ættu því að flokkast undir annað en mólendi og mýrlendi). Að undanförnu hefur árleg nýræktun numið um 4000 ha eða 40 km2. Af henni er talið, að um 60% hafi verið á mýriendi en 40% á mólendi. Eftir því er það ekki stór hluti af mýrunum eða mólendi, sem tekinn er til rækt- unar árlega, eða innan við hálft prósent. Ekki eru finnanlegar neinar tölur um það, hvað mikið af landinu er búið að taka undir meira eða minna varan- leg mannvirki. En víst er um það, að það er töluvert. Þjóðvegur tekur nú ekki minna en 35 m breiða spildu, hverjir 3 km taka einn hektara. Þannig mætti lengi reikna. Víst er, að við höfum ekki stærra land en það, að við þurfum að fara vel með það allt. 250 Úr Eyjafiröi. F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.