Freyr - 01.06.1975, Qupperneq 27
12. gr.
í hólfinu milli Gilsfjarðar- Bitrugirðingar og Berufjarðar- Steingrímsfjarðargirðingar skal
merkja féð með ljóshláum Iit á bæði horn. Féð í Reykhólahreppi, milli Berufjarðar- og
Þorskafjarðargirðingar, skal merkja féð með hvítum lit á hæði horn. í Gufudalssveit og
Nauteyrarhreppi skal merkja féð með gulum lit á hæði horn. Allt fé á Vestfjörðum, þar
norðan við, skal vera ómerkt. Einnig skal vera ómerkt allt fé á svæðinu frá Hrúta-
fjarðargirðingu að Miðfjarðargirðingu.
13. gr.
Á svæðinu milli Miðfjarðargirðingar og Blöndu skal merkja féð með brúnum Iit á bæði
horn. Milli Blöndu og Héraðsvatna skal vera ómerkt.
14. gr.
Frá Héraðsvötnum að sýslumörkum Eyjafjarðarsýslu- og Skagafjarðarsýslu og á Siglufirði
skal merkja féð með gulum lit á bæði horn. f Saurbæjarhreppi og aðliggjandi hæjum,
sunnan og vestan Eyjafjarðargirðinga skal merkja féð með dökkbláum Iit á hæði horn.
Annað fé á svæðinu vestan Eyjafjarðargirðingar skal vera ómerkt.
15. gr.
Á svæðinu milii Eyjafjarðargirðinga og Skjálfandafljóts skal merkja féð með rauðbrúnum
Iit á bæði horn.
16. gr.
Á svæðinu milli Skjálfandafljóts og Jökulsár á Fjöllum, sunnan Gæsafjallagirðingar,
skal merkja féð með hvítum lit á hæði horn. Norðan girðingar skal vera ómerkt.
17. gr.
Á Hólsfjöllum, Axarfirði og Núpasveit, sunnan Sléttugirðingar, skal merkja féð með
grænum lit á hægra horn.
18. gr.
f Presthólahreppi og Svalbarðshreppi. norðan Sléttugirðingar, skal merkja féð með gulum
lit á hæði horn.
19. gr.
í Svalbarðshreppi, sunnan Sléttugirðingar, Sauðneshreppi, Múlasýslum báðum og Austur-
Skaftafellssýslu að Hornafjarðarfljóti, skal merkja féð með Ijósbláum lit á bæði horn.
20. gr.
Þeir fjáreigendur, sem merkja sauðfé sitt með varanlegum Iitamerkjum (t. d. úr harð-
plasti) og viðeigandi litum á varnarsvæðum, samkvæmt reglugerð um búfjármerkingar
á öllu landinu, eru undanþegnir merkingum þeim með málningu, sem um ræðir í fyrir-
mælum þessum.
21. gr.
Öllum fjáreigendum er stranglega bannað að litarmerkja fé á hornum eða haus, öðruvxsi
en að framan greinir, nema að fengnu leyfi framkvæmdastjóra Sauðfjársjúkdómanefnd-
ar. Gamlar litarmerkingar, sem brjóta í bága við framanskráð fyrirmæli, skal afmá.
22. gr.
Hreppstjórum er skylt að sjá um, að fyrirmælum þessum verði framfylgt. Undanbrögð
eða brot á þeim varða sektum samkvæmt lögum nr. 23 frá 10. mars 1956.
Reykjavík, 4. apríl 1975
SAUÐFJÁRSJÚKDÓMANEFND
F R E Y R
259