Freyr - 01.06.1975, Side 5
FREYR
BÚNAÐARBLAÐ
71. árgongur
Nr. 11—12, iúní 1975
Útgefendur:
BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS
STÉTTARSAMBAND BÆNDA
Útgáfustjórn:
EINAR ÓLAFSSON
HALLDÓR PÁLSSON
ÓLI VALUR HANSSON
Ritstjóri:
JÓNAS JÓNSSON
Heimilisfang:
BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVÍK
PÓSTHÓLF 7080, REYKJAVÍK
Áskriftarverð kr. 700 árgangurinn
Ritstjórn, innheimta, afgreiðsla og
auglýsingar:
Bœndahöllinni, Reykjavik — Sími 19200
Ríkisprentsmiðjan Gutenberg
Reykjavík — Sími 38740
E F N I :
„Þetta land átt þú"
Árferði 1974
Uppspretta
og nýting köfnunarefnis
Eru búin of lítil
Tölur um landið
Hraðþurrkun föðurs
Nokkur huggunarorð
Erlendir þœttir.
„I>etta land átt þú”
Nú um skeið hefur nokkuð verið talað um „skipulega
nýtingu” landsins. — Rætt er um það að velja þurfi
hverju og einu stað, þannig að hvert landssvæði notist
helst til þess, sem það er best fallið, og jafnframt þannig,
að það þjóni sem best heildarhagsmunum okkar og
heildarmarkmiði með búsetu og lífi í landinu, ef svo
stórt má taka til orða.
Komið hafa fram hugmyndir um „heildarlandnýtingar-
skipulag”. Það byggist á skipulagningu hvers landshluta
og innan landshlutanna á skipulagningu smærri svæða.
Þetta er meira að gera en segja. Fyrst er það, að erfitt
er að sjá fyrir framtíðarþarfirnar, — en á þeim þyrfti
skipulagið að byggjast. Annað er, að erfitt er að meta
og vega hverjar á móti öðrum ólíkar og mjög eðlismis-
munandi þarfir og hin fjölbreytilegu, hugsanlegu not, sem
við getum haft af landinu. í þriðja lagi er svo vitað, að
menn mun greina á um það, að hverju beri að stefna, —
hvers konar lífi við viljum hér lifa.
En hversu mörg Ijón, sem menn kunna að sjá á vegin-
um, eiga þau ekki að fæla menn frá því að takast á við
viðfangsefnið. Öll viðleitni er líkleg til að gefa einhvern
árangur. Allar skynsamlegar umræður og athuganir á
þessu eru líklegar til að draga úr hættunni á stórum
slysum.
Eitt ætti að hafa fast í huga og það er, að mikið betur
þarf til ákvörðunarinnar að vanda en ella, þegar landi
er ráðstafað á óafturkallanlega máta. — Land, sem
sökkt er undir uppistöðulón, lagt undir borgir og verk-
smiðjur eða önnur mannvirki, kemur aldrei aftur, — það
eigum við ekki lengur í sjóði. Landið, sem tekið er til
ræktunar, undir túnskika — eða hagarnir, sem qræddir
eru, eða landið, sem bara fær að vera í friði, allt þetta
land heldur áfram öllu gildi sínu.
Það ætti öllum að vera Ijóst, að mannkynið bruðlar
raunar óhóflega með land, — það brýtur undir sig, malar
og hakkar í sig meira og meira af besta landbúnaðar-
landinu. Borgirnar voru oft byggðar í bestu landbúnaðar-
héruðum, þar sem best var að fæða sem flesta, —
þannig er þegar mikið farið í súginn.
Af þessu hafa ábyrgir menn áhyggjur víða erlendis —
og komið hefur verið á lögum og reglum til að sporna
við þessu.
Hér á landi virðist þetta enn vera ráðandi mönnum
237
F R E Y R