Freyr - 01.06.1975, Síða 10
Dr. HÓLMGEIR BJÖRNSSON,
sérfræðingur við Rannsóknastofnun
landbúnaðarins:
Uppspretta og nýting
Köfnunarefnisnám smávera.
Önnur mikilvæg uppspretta köfnunarefnis
í jarðvegi er köfnunarefnisnám ýmiss smá-
verugróðurs. Það er kunnara en frá þurfi
að segja, að binding köfnunarefnis í verk-
smiðjum er orkufrekur iðnaður og köfnun-
arefnisnám plantna í jarðvegi er engin
undantekning að því leyti. Ýmsar trjáteg-
undir svo sem elri lifa í samlífi við gróður,
sem bindur köfnunarefni loftsins. Kunn-
astir og afkastamestir eru hins vegar rót-
arhnúðagerlarnir, sem lifa í hnúðum utan
á rótum belgjurta, t. d. smára. Þeir hafa
Skortur á köfnunarefni er víða sá vaxtarþáttur, sem einkum takmarkar
sprettu á óræktuðu landi. Af hinum náttúrlegu köfnunarefnisgjöfum er mikii-
vægust hringrás köfnunarefnisins úr jörð í jurtir og dýr og aftur til jarðar
sem saur og þvag dýra og rotnandi leifar jurta og dýra. Tap úr þessari
hringrás verður einkum við það, að ammóníak rýkur úr fersku þvagi og
saur. Einnig binst nokkuð í lífrænum efnum, þar sem þau safnast fyrir,
einkum í mýrum, en útskolun úr jarðvegi er naumast umtalsverð á óræktuðu
landi. í stað þess köfnunarefnis, sem tapast í hringrásinni, kemur köfnun-
arefni úr andrúmsloftinu. Það ammóníak, sem áður rauk út í loftið berst til
jarðar að nýju, en dreifist nú á stærri og sumpart ófrjósamari svæði, og
mikið af því berst út í sjó og vötn. Einnig berst til jarðar með regnvatni
nítrat, sem myndast í andrúmsloftinu við eldingar. Samkvæmt mælingum á
efnamagni í úrkomu berst með henni þó innan við 1 kg N/ha á ári hér á
landi, en auk þess nemur jarðvegur og gróður þessi efni beint úr andrúms-
lofti. í Svíþjóð er áætlað, að árlega berist sem svarar 6—17 kg N/ha með
úrkomu og við beina upptöku á nítrati og ammóníaki úr andrúmslofti. Er
þá gert ráð fyrir, að það magn, sem unnið er beint úr andrúmslofti, sé
þrisvar til fjórum sinnum meira en það, sem kemur með úrkomu.
242
F R E Y R