Freyr

Årgang

Freyr - 01.06.1975, Side 26

Freyr - 01.06.1975, Side 26
FYRIRMÆLI um litarmerkingar á sauðfé vorið 1975 1. gr. Sauðfé og geitfé skal merkja, áður en því er sleppt frá húsi í vor. samkvæmt fyrirmælum þessum. Merkja skal greinilega, þannig að mála hornin bæði að aftan og framan, en forð- ast þó að mála yfir brennimörk. Kollótt fé skal merkja á hnakka, hægri eða vinstri kjamma eftir því, sem við á. Þess skal gætt að endurmerkja fé við rúning eftir því, sem þörf krefur. 2. gr. í Mýrdal skal merkja fé með gulum lit á bæði horn. 3. gr. Féð í Rangárvallasýslu austan Ytri-Rangár skal vera ómerkt. 4. gr. Á svæðinu milli Ytri-Rangár og Þjórsár skal merkja féð með grænum Iit á bæði horn. 5. gr. Á svæðinu milli Þjórsár og Ölfusár-Sogslínu skal merkja féð með ljósbláum lit á bæði horn. 6. gr. í Þingvallasveit, vestan Þingvallavatns og Þjóðgarðsins, Kjós, Kjalarnesi og Mosfellssveit, skal merkja féð með svörtum lit á bæði horn. Annað fé vestan Ölfusár og á Reykjaness- skaga skal vera ómerkt. 7. gr. í Borgarfjarðarsýslu, sunnan Skorradalsgirðingar og í Akraneskaupstað skal merkja féð með gulum lit á bæði horn. Annað fé í Borgarfjarðarsýslu og Hvítársíðu ofan varnar- girðingar skal vera ómerkt. 8. gr. í Mýrasýslu vestan Hvítársíðugirðingar og austan Hítarár, skal merkja féð með rauð- brúnum lit á bæði horn. 9. gr. í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu milli Hítarár, Dalagirðingar og Snæfellsnessgirðingar skal merkja féð með bleikum lit á bæði horn. 10. gr. í Miklaholtshreppi, Helgafellssveit og Stykkishólmshreppi skal merkja féð með Ijósbláum Iit á bæði horn. Annað fé á Snæfellsnesi skal vera ómerkt. 11. gr. í Dalasýslu, sunnan Hvammsfjarðargirðingar skal merkja féð með gulum lit á bæði horn. í Dalahólfi milli Hvammsfjarðar- Hrútafjarðargirðingar og Gilsfjarðar- Bitrugirðingar skal mekja féð með svötum lit á bæði horn. 258 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.