Freyr - 01.06.1975, Qupperneq 8
Síðustu 2 mánuði ársins 1973 hélst hörð
vetrartíð. Var því mikill snjór og haglaust
hér um slóðir, er árið 1974 gekk í garð.
Janúarmánuður var veðragóður. Væg
frost, litlar úrkomur og hæg veður. En hag-
leysi hélst.
Fyrstu 7 daga febrúarmánaöar hélst
svipað veður. En gerði þó 3 daga norðan
stórhríð með mikilli fannkomu og frosti,
sem fór allt upp í 19°. Hélst þá norðanátt
með töluverðum frostum. En síðan brá til
sunnanáttar með 5° hita. Héist þýtt veður
5 síðustu daga mánaðarins.
Ekki kom upp jörð þessa daga, svo að
nokkru næmi, en svellalög yfir öllum túnum
og víðar urðu meiri eftir þessa daga en ég
man til áður. Allan marsmánuð hélst suð-
læg átt með hlýindum og kom varla frost-
nótt. Lítill hiti suma daga en fór hér upp í
9° síðustu daga mánaðarins, og í lok hans
var jörð orðin auð um allar sveitir héraðs-
ins. Man ég aldrei slíkt vorveður í þessum
mánuði hér um slóðir.
Hér á Laxamýri rúðum við féð í þessum
mánuði, og var því minna beitt vegna þess.
Sunnanáttin hélst allan aprílmánuð.
Mestur varð hiti hér hinn 24. um 14°.
í maí brá til norðanáttar með súld og
kaldara veðri dagana 3. til 10., en hlýnaði
þá aftur vel. En síðustu 5 nætur mánaðar-
ins var hér hörkufrost, fór niður í fimm
gráður. Olli það stöðvun á grasvexti og
skemmdum á gróðri. Ég tek til dæmis, að
hér á Laxamýri var kominn mikill vöxtur í
rabarbara. Hann féll, varð að svartri leðju,
sem keyra varð burt. Annars taldi ég sauð-
gróður kominn í úthaga um þann 10. mán-
aðarins. En það var tveim mánuðum fyrr
en árið 1950. Þá var sauðgróður ekki kom-
inn fyrr en snemma í júlímánuði. Svo mis-
jafnt er veðurfarið á gamla Fróni. — Fyrstu
lambær hér á Laxamýri látnar út af túni
hinn 16. mánaðarins, sem var óvenjulega
snemma.
í júnfmánuði var sæmileg sumartíð.
Spretta fór hægt vegna frostanna síðast í
maí. Hinn 1. mánaðarins slógum við húsa-
garðinn, sem er nokkuð stór, og settum
heyið í lömbin þann 6. Garðurinn var full-
sprottinn, áður en frostin komu. Hér á
Laxamýri hófum við sláttinn hinn 25. júní.
Var það nokkrum dögum, fyrr en almennt
varð hér um slóðir. Hinn 17. var þjóðhá-
tíðarsamkoma haldin að Laugum.
Júlímánuður reyndist ekki þægilegur til
heyskapar, og kom sér vel að hafa súg-
þurrkun í hlöðum. Tún spruttu mjög, er kom
fram í mánuðinn. Urðu mikil hey hér í hér-
aði og aldrei meiri. Kal var ekki í túnum.
Það gerðu hlákurnar í mars, og mjög hvarf
gamalt kal úr túnum hér í héraði. í 6 daga,
12.—17., var þurrkur og svo hinn 24.—28.
Drjúgar úrkomur voru í mánuðinum. Aldrei
kom hitabylgja, en sæmileg hlýindi héldust.
Eina nótt snjóaði í fjöll, hinn 23. Hér á
Laxamýri náðum við fyrstu heyjum inn hinn
fyrsta dag mánaðarins.
í ágústmánuði var lakari heyskapartíð en
í júlí. Hér á Laxamýri lukum við þurrhey-
skap hinn 14. Var þá eftir að ná öllu græn-
fóðri í turnana. Sumarhlýindi héldust fram
yfir miðjan mánuð, en fór þá fremur að
kólna í veðri. Vægar frostnætur voru hinn
19. og hinn 23. Hinn 25. var hér norðan
stórviðri með úrhellisrigningu og snjókomu
til fjalla. Óttast var um, að fé hefði fennt,
sem varð þó ekki svo að verulegu næmi.
Upp úr miðjum mánuðinum tók að sölna.
Afleiðing þess, að svo snemma kom gróð-
ur. Síðustu daga mánaðarins byrjuðum við,
hér á Laxamýri, að láta sláturdilka inn á
ræktað land — með úthaga, sem þarf að
vera með vegna kjötgæða dilkanna. —
Þetta tíðkast nú hér um slóðir og er rétt
þróun í landléttum sveitum. En þetta þarf
að gerast, áður en dilkar leggja af svo
nokkru nemi. 2 síðustu dagar mánaðarins
urðu hinir heitustu. Hinn 30. var mestur
hiti á landinu á Mánárbakka, 18°. Nóttina
fyrir hinn 27. var 4° frost á Þingvöllum. Hjá
sumum bændum hér um slóðir hraktist hey
í þessum mánuði.
í september reyndist tíðarfar óhagstætt
hér um slóðir, einkum í uppsveitum. Upp
240
F R E Y R