Freyr

Årgang

Freyr - 01.06.1975, Side 16

Freyr - 01.06.1975, Side 16
fjárfesta í húseign hér í Reykjavík en stækka búin, þá bendir það ótvírætt til þess, að steinsteypan sé arðvænlegri hér í höfuðborginni en stórbúskapurinn úti á landsbyggðinni. —rekstrarvörur bænda hafa komið inn í verðlagið jafnóðum ■—- Því miður hefur það ekki verið reynslan. Kauphækkanir eða verðhækkanir hafa alltaf komið eftir á og oft orðið nokkur bið á. Þess vegna hafa bændur aldrei náð tekjum viðmiðunarstéttanna. Það væri að- eins von til þess, ef rekstrarvörur lækkuðu og samtímis lækkaði kaup viðmiðunar- stéttanna. Þá er ekki útilokað, að bændur gætu náð þeim í tekjum. Til fróðleiks læt ég hér fylgja tölur, sem sýna, hver hlutur bænda var í tekjum, miðað við tekjur við- miðunarstéttanna. Árið 1970 náðu bændur 78,9% af tekjum viðmiðunarstéttanna, árið 1971 73,4%, árið 1972 81,4%, og árið 1973 81,5%. Þetta síðasta ár er hlutfallið milli tekna bænda og viðmiðunarstétta það hag- stæðasta, sem náðst hefur. Það er rétt að geta þess, að bústærð verðlagsgrundvallarbúsins hefur tekið miklum breytingum, einnig sú afurða- aukning, sem orðið hefur vegna kynbóta- starfseminnar í landinu og bættrar fóðrun- ar. Árið 1973 hækkaði afurðamagn verð- lagsgrundvallarbúsins um 6%. Þannig njóta neytendur góðs af bættum búrekstri, og það má ekki gleymast, að bændur eru einnig neytendur. 248 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.