Freyr - 01.06.1975, Qupperneq 23
Árni G. Pétursson:
Að ósk Jóns frá Kjörseyri féllst ritstjóri á
að birta skrif okkar í framhaldssöguformi.
Þannig að svargrein birtist ekki í sama
hefti. Jón álítur sjálfsagt, að þannig fái
menn betri tíma til að yfirvega. „kjaftæð-
ið“. Ég held, að þar sé skotið yfir markið,
menn gleymi söguþræðinum og hætti að
lesa rausið. Því skal rifja upp þau atriði,
sem hleyptu illu blóði í Jón:
1. Ummæli Sveins Hallgrímssonar um,
að í Strandasýslu hafi hrútarnir verið lang-
lakastir í Bæjarhreppi að Melahrútum
undanskildum.
2. Trúarskoðun mín, að fjármennska og
fóðrun sé meira brokkgeng í Bæjarhreppi
en norðar í sýslunni.
3. í nútímabúskap þýðir ekki lengur að
búa á aldamótavísu.
tali um lélega hrúta í Bæjarhreppi. Sveinn
er áreiðanlega fær um að standa fyrir sínu
máli. Enda fór vel á með þeim í „Koll-
steypu“grein Jóns.
Trúfrelsi er hér á landi, en hins vegar
er sífellt uppi ágreiningur um trúarskoð-
anir. „Aldamótabúskapur11 Arna G. Péturs-
sonar og aldamótabúskapur Jóns frá Kjörs-
eyri er að vísu sama orðið en ritað í gjör-
ólíkri merkingu. Og finnst mér báðum
frjálst að beita orðinu að geðþótta. Um-
ræddan 3. lið, „að í nútímabúskap þýði
ekki lengur að búa á aldamótavísu“, er að
finna í yfirlitsgrein um hrútasýningar í
Strandasýslu. Þar er ekki verið að höfða
til neins sérstaks heldur beint til bænda
um land allt, sem gætu tekið það til sín.
Jón bar áhyggjur af, að línur væru fleiri
Nokkur huggunarorfi
til Jóns frá Kjörseyri
Jón tilfærir ummæli og álit ýmissa aðila
varðandi grein mína. Ég nenni ekki að
hafa eftir, hvað menn hafa í mín eyru að
segja um framtak Jóns, en öllum finnst
betra, að hann hefði heima setið en af stað
farið. En Halldór Pálsson, búnaðarmála-
stjóri, og Sveinn Hallgrímsson verða að
sjálfsögðu að standa ábyrgir orða sinna
gagnvart okkur Jóni. Ég nenni ekki lengur
að vera milliliður á milli Sveins og Jóns í
í grein minni en sínum. Ég læt þessu því
lokið með niðurlagsorðum, sem ritstjóri
felldi burt úr grein minni, „Aldamótabú-
skapur“ Jóns á Kjörseyri“.
„ ... það er eðlilegt, að Jón sé utangátta,
hvað varðar fjármennsku og fóðrun í nú-
tíma skilningi, en mér hefur virst, að
bændur væru á varðbergi um framvindu
mála“.
Nú þykir ritstjóra sem ekki sé ástæða til að þessi skrif Jóns og Árna
verði lengri hér í blaðinu.
F R E Y R
255