Freyr - 01.06.1975, Qupperneq 25
Ráðist gegn mengun
í ám og vötnum
Norska ríkisstjórnin hefur látið gera 15 ára
framkvæmdaáætlun um það, hvernig skuli
hreinsa ár og vötn í Noregi og eyða meng-
un þeirra.
Alvarlegust er vatnsmengunin orðin
austanfjalls í Noregi. Þar á að leysa þessi
mál á árunum 1978—’82. Hreinsunarher-
ferðinni gegn mengun af frárennsli frá
iðjuverum á að vera lokið fyrir 1984.
Talið er, að það kosti í allt um 18 mill-
jarða norskra króna (um 520 milljarða ísl.
kr.). Því er reiknað með, að ríkið greiði
um %. í allt er talið að verja þurfi um 45
milljörðum n. kr. fram til næstu aldamóta
til að koma hreinsunarbúnaði í afrennsli
frá byggð og verksmiðjum til að varna því,
að ár og vötn mengist.
Þessi stórfellda áætlun Norðmanna er
byggð á rannsóknum fjölmargra stofnana,
sem vinna saman að því að rannsaka og
gera áætlanir um, hvernig gjörvallar ár og
vötn landsins verða best nýtt í framtíðinni.
Varnir gegn mengun
og nýting
úrgangsefna
Norskt fyrirtæki, Alwatech h.f., hefur getið
sér gott orð á alþjóðamarkaði fyrir að
hanna og koma upp hreinsibúnaði fyrir
úrgang, sem rennur frá verksmiðjum. Það
hefur fyrir þessa starfsemi sína hlotið svo-
nefnd „Umhverfisverndarverðlaun", sem
landssamtök iðnaðarins í Noregi veita ár-
lega. Hreinsunaraðferðir, sem beitt er,
byggjast á því að vinna nothæf hráefni úr
þeim úrgangi, sem frá viðkomandi verk-
smiðju eða iðjuveri koma. Verðmæti þess-
ara efna, sem þannig eru unnin, verða svo
til þess að vinna upp á móti kostnaðinum
við hreinsitækin og hreinsunina. Til þessa
hefur þetta norska fyrirtæki framleitt um
tuttugu hreinsikerfi fyrir sláturhús, mjólk-
ursamlög, fituhreinsunarstöðvar og ýmsan
efnaiðnað. Flest af þessum kerfum hafa
verið seld til hinna Norðurlandanna og
annarra Evrópulanda.
Kindakjötsverö í Sviss
í svissnesku sauðfjárræktarriti, sem kom
út 18. apríl síðastliðinn, er greint frá verð-
lagi á sláturfé, eins og framleiðendur fá
fyrir það. Tilgreint er bæði verð á fæti og
kjötverð. Umreiknað að núverandi gengi
(61 kr. fyrir svissneska franka), er verðið
sem hér segir: Lömb, sem vega undir 40
kg, seld á fæti: 317—335 kr. hvert kg, kjöt-
verð: 686—716 kr. hvert kg. Lömb yfir 40
kg seld á fæti: 284—326 kr hvert kg, kjöt-
verð: 507—695 kr. hvert kg.
Veturgamlar kindur: Seldar á fæti: 256
—295 kr. hvert kg, kjötverð: 549—625 kr.
hvert kg.
Ungt fé: Á fæti: 225—253 kr. hvert kg.;
kjötverð: 497—546 kr. hvert kg.
Eldra fé: Á fæti: 131—185 kr. hvert kg;
kjötverð: 293—418 kr. hvert kg.
Fækkun kúabænda
Samband mjólkurframleiðenda í Noregi
hefur lýst áhyggjum sínum yfir því við
ríkisstjórnina, hvað mjólkurframleiðend-
um fækkar ört þar í landi. Þeir benda sér-
staklega á, að það eru eldri bændurnir,
sem halda áfram að framleiða mjólk. Yngri
bændurnir og þeir, sem eru að hefja bú-
skap, virðast lítið fyrir kúabúskapinn gefn-
ir. Jafnframt þessu færist mjólkurfram-
leiðslan fjær aðalmarkaðssvæðunum. Meira
verður um einhliða kornrækt í láglendis-
byggðunum en búfjárræktin flyst meira til
fjalla- og fjarðabyggðanna.
Það er sagt, að á síðasta ári hafi kúa-
bændum fækkað um 4.400 og mjólkurkúm
um 10.000. Nú eru mjólkurframleiðendur
þar um 53.800 en voru fyrir 10 árum um
122.200. Mjólkurkýr eru nú 404.000 en voru
fyrir 10 árum 552.200.
F R E Y R
257