Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1975, Blaðsíða 17

Freyr - 01.06.1975, Blaðsíða 17
HvaS er landið stórt? Til þess að gera okkur einhverjar hugmyndir um skynsamlega landnýtingu þyrftum við að þekkja margar stærðir varðandi landið betur en við gerum nú. Tfilur um landið Hér fara á eftir nokkrar tölur um landið. Sé ekki annars getið, eru þær teknar úr „Tölfræðihandbók", sem gefin var út af Hagstofu íslands 1967. Rétt er að geta þess að finna má all mismunandi tölur um ýmsar stærðir, sem hér eru tilgreindar, eftir því í hvaða rit eða heimildir er gluggað. Gróið land, vötn, jöklar og auðnir í km2. HæS yfir sjó Gróið land Vötn Jöklar Auðnir Samtals 0—200 m 13.718 1.786 88 9.112 24.704 201—400 m 6.034 213 300 11.854 18.401 401—600 m 3.255 458 411 18.044 22.168 Yfir 600 m 798 300 11.123 25.328 37.749 Alls 23.805 2.757 11.922 64.538 103.000 Ræktað land er nú talið um 130 þúsund hektarar eða 1.300 km-, tæplega 1,2—1,3% af landinu öllu. Skógur og kjarrlendi hefur nýlega verið mælt í sambandi við könnun á skógræktarmöguleikum og mældist það 102.534 ha eða 1% af landinu. Lönd, sem friðuð hafa verið af skóg- ræktaraðilum, eru talin um 32.140 ha, eða tæplega þriðj- ungur af stærð skóg- og kjarrlendis. Gróið land neðan 400 m er hér að framan talið 19.752 km2 eða um 20 þús. km2. Nú er talið, að gróðurmörk fyrir láglendisgróður og þar með ræktunarmörk fyrir mestan hluta landsins liggi um 400 m yfir sjó. Auðnir neðan þessara marka eru einnig taidar um 20 þús. km '. Öll hraun á landinu eru talin um 11 þús. km ', aðeins hluti þeirra er neðan 400 m. í „Hagtölum mánaðarins“ frá Seðlabanka íslands er ræktanlegt land talið 20 þús. km2. Sú tala er sennilega töluvert of lág og gæti verið að rækta mætti hér á einhvern máta og a.m.k. hylja gróðri um 33 þúsund km2, neðan 400 m. Víða í bókum má sjá, að talið er, að 20—30 þúsund km2 af gróðurlendi hafi eyðst hér síðan um landnám. Það er eðlilegt að draga af því þá ályktun, að auð- veldlega ætti að mega endurgræða það land, sem hefur verið gróið, eða a.m.k. jafn mikið og því svarar, sem eyðst hefur. Á sama hátt er álitið, að skógar hafi hér eyðst á 20— 30 þúsund ferkílómetrum lands, og jafnvel giska sumir á, að skógar hafi verið hér enn útbreiddari, — þakið allt að 40 þús. km ’. Stærð mýra og mólendis hefur ekki verið mæid frekar en annars gróðurlendis, en áætlað er, að þær hafi þakið F R E Y R 249

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.