Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1975, Síða 12

Freyr - 01.06.1975, Síða 12
lenskum landbúnaði. í mýrum hefur safn- ast fyrir geysimikið magn lífrænna efna sl. 10.000 ár. Af þessu lífræna efni er um 2,7% N. Út frá rannsóknum á mó, sem Óskar B. Bjarnason hefur unnið (íslenskur mór, Rit iðnaðardeildar, 1966), virðist mega áætla, að heildarmagn köfnunarefnis sé 100—150 tonn/ha, sem svarar til þess, að árlega hafi að meðaltali safnast fyrir 10—15 kg/ha. Þetta er miklu meira magn en vitað er til að berist úr andrúmsloftinu sem ammóníak eða nítrat hérlendis, þótt það sé í góðu samræmi við erlendar tölur um það efni. Vel getur verið, að það hafi verið vanmetið hérlendis, en að öðrum kosti verður að leita annarra skýringa. Nokkuð getur sums staðar borist með að- rennsli frá nærliggjandi hæðum og fjöll- um, en sú skýring dugir skammt varðandi stóra mýrafláka. Helgi Hallgrímsson á Víkurbakka hefur sett fram þá athyglisverðu tilgátu, að í mýrum hér á landi gegni blágrænþörungar svipuðu hlutverki sem köfnunarefnisnem- ar og á hrísgrjónaekrum Indlands. Ástæðan fyrir söfnun lífrænna efna í mýrum er sú, að í vatnsmettuðum jarðvegi kemst loft ekki að, og rotnun verður því hæg og takmörkuð. Við framræslu fær loft aðgang að jarðveginum. Ef næringarástand mýranna er gott, t. d. fosfór skortir ekki, hefst nú ör rotnun og árangurinn lætur ekki á sér standa. Næringarefni, einkum köfnunarefni, losna, og mýrarnar verða grösugar án nokkurrar áburðarnotkunar. Vel þekkt er uppskerumæling, sem gerð var á Sámsstöðum á árunum 1935—1944 á mýri, sem ræst var fram árið 1935. Árin 1935—1936 var uppskeran um 6—7 hb/ha en fór vaxandi allan tímann samfara gróð- uríarsbreytingu og var um 34 hb/ha að meðaltali árin 1940—1944 án þess, að nokkru sinni væri borið á mýrina. Víða þarf þó að bera á fosfór til að ná árangri af þessu tagi. Ekki eru til efnagreiningar á uppskeru frá þessum tíma, en uppskeru- tölurnar gætu vel svarað til þess, að magn köfnunarefnis í gróðri hafi aukist úr um 10 kg/ha í um 60 kg/ha á ári auk þess, sem er í rótum. Losun köfnunarefnis í mýrarjarSvegi. Annað dæmi um losun köfnunarefnis í jarðvegi er frá tilraunalandi á Skriðu- klaustri, sem ræktað var um 1950, en til- raunirnar hófust 1954. Þetta er skriðu- blandinn, mýrkenndur jarðvegur með um 25% glæðitapi, þ. e. nálægt mörkum þess að teljast þurrlendis- eða votlendisjarðveg- ur. Á tilraunareitum, þar sem árlega er borið á 120 kg/ha, hefur að jafnaði verið fjarlægt ámóta mikið köfnunarefni með uppskeru og borið er á. Þá er ótalið það magn köfnunarefnis, sem er bundið í rótum, og því er bersýnilega um tölu- verða losun að ræða. Ein tilraunanna er þó á dýpri og frjósamari jarðvegi en hinar. Þar hefur árlega verið flutt burt með uppskeru 30 til 90 kg N/ha umfram áburðarmagn, sem var 120 kg N/ha. Á sama tilraunalandi var upptaka köfnunar- efnis á reitum, sem höfðu fengið P- og K-áburð en ekki köínunarefni, um 62 kg/ ha að meðaltali í annarri tilrauninni en 37 kg/ha meiri í hinni tilrauninni eða rétt við 100 kg/ha. Fjarlægðin milli þessara til- raunareita er aðeins um 70 m. Að vísu er hugsanlegt, að nokkuð af þessu köfnunar- efni sé að þakka smára, sem þar vex, en sennilega er það aðeins að litlu leyti, og mismun milli tilraunareitanna er eðlilegt að skýra sem mismunandi losun köfnunar- efnis. Á reitum, sem fengu 120 kg N/ha, er mismunur á upptöku um 55 kg/ha. Til þessa mismunar í upptöku svarar að sjálf- sögðu töluverður munur á grassprettu, og árferðismunur í sprettu virðist einkum stafa af mismunandi losun köfnunarefnis. GóS framræsla eykur losun köfnunarefnis. Þegar framræslustig túna versnar, vegna þess að skurðir gróa og fyllast eða af öðr- um ástæðum, hefst á ný söfnun lífrænna 244 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.