Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1975, Síða 22

Freyr - 01.06.1975, Síða 22
Góð reynsla er fengin hér á landi af færaniegum heykögglaverksmiðjum. Þrjár slíkar „Taarup" verksmiðjur voru starfræktar hér á síðastliðnu sumri. Það hendir annars í mörgum mjólkurbú- um, að þau lenda í erfiðleikum með osta- gerð vegna smjörsýru í mjólk, þar sem vot- hey er gefið. Hægt er að nota hraðþurrkað gras að verulegu leyti fyrir svín. í Sviss kom ég til stórbónda, sem stund- aði svínarækt, — hann var að byggja stóra heykögglaverksmiðju í félagi við nokkra nágranna sína og vildi með því tryggja sér góða grasköggla, en með þeim kvaðst hann fullnægja 30% af fóðurþörf grísanna og það með góðum árangri. Með þessu kvað hann grísina þrífast vel, vera heilbrigða og gefa fyrsta flokks kjöt. Það er einnig vel þekkt, að gyltur eignast bæði fleiri og frískari grísi, ef þær eru fóðraðar að hluta með grasmjöli eða köggl- um. Hraðþurrkun á öðru en grasi ryður sér einnig til rúms. Þá er nú í seinni tíð farið að þurrka fóður- korn í grasþurrkurum, og hefur það bjarg- að miklu, þegar votviðri hafa herjað um uppskerutímann. Síðastliðið haust var reynt að þurrka illa þroskað korn með háiminum, hvort tveggja malað saman og pressað í köggla. Þetta hefur gefið góða raun. Fleiri dæmi mætti nefna um aðra notkun og góðan árangur af tilraunum með hrað- þurrkun á fóðri, þar á meðal svokallaða þurrlútun á hálmi og þurrkun á kartöflum og kartöfluúrgangi. Á það skal að lokum bent, að með hraðþurrkun og kögglun á gróffóðri skapast möguleikar til að flytja það frá héruðum, sem hafa góða grasrækt- armöguleika, til svæða, þar sem þeir eru minni en beitilönd góð, og skapa þannig möguleika til aukinnar búfjárræktar. 254 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.