Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1975, Blaðsíða 19

Freyr - 01.06.1975, Blaðsíða 19
Hér er nú fengin töluverð reynsla af því að hraðþurrka gras og grænfóður og gera úr því mjöl, köggla eða graskökur. Þetta fóður hefur reynst svo vel, að allt bendir til, að meira og meira verði um það í framtíðinni, að grasið og annað fóður, sem við ræktum, verði á einhvern hátt hraðþurrkað. Með því er stefnt að betri varðveislu fóðurefnanna og sparnaði á aðkeyptu og innfluttu fóðri. Að sjálfsögðu er mikilvægt fyrir okkur að fylgjast með því, sem gerist erlendis í þessum efnum, og draga lærdóm af þeim tækniframförum, sem það verða, og þeirri reynslu og þeim rannsóknaniðurstöðum, sem þar fást varðandi notkun slíks fóðurs. Að einu leyti höfum við sérstöðu í þessum efnum. Við höfum möguleika á að nota ódýra orku til þessarar þurrkunar, raforku og jarðvarma. Til þess að nýta þessa orku þarf að beita annarri tækni en þegar brennt er olíu og þurrkað við mjög hátt hitastig. Það er mjög brýnt að vinna að því að alefli að rannsaka möguleika okkar á þessu sviði — og leita að heppilegustu tækni til þess að hraðþurrka fóður með þessari orku okkar. Að þessu hefur nokkuð verið unnið en betur má, ef duga skal. Því verður vart trúað, ef við legðum í það nokkra fjármuni til að rannsaka þetta að þeir mundu ekki skila sér aftur. Það er til mikils að vinna að geta nýtt jarðvarmann í stað innfluttrar olíu til að framleiða innlent fóður, sem kæmi að verulegu leyti í stað innflutts kjarnfóðurs. Hraðþurrkun fóðurs Hér fer á eftir endursögð og nokkuð stytt grein úr norska ritinu „Samvirke“. Greinin er eftir Olav Yidvei búfræðikandidat. Á undanförnum árum hefur ríkt mikill á- hugi á því, bæði hér í Noregi og ekki síður í fjölda annarra landa, að hraðþurrka fóð- ur. Þetta á ekki aðeins við um hraðþurrkun á grasi, sem nú er orðin vel þekkt, — farið er að beita sömu tækni við þurrkun á ýmsum öðrum fóðurtegundum. F R E Y R 251

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.