Freyr - 01.06.1975, Síða 13
efna í mýrinni. Þetta eru einkum dauðar
rætur og vegna áburðarnotkunar eru þær
auðugri af köfnunarefni en þær jurtaleif-
ar, sem safnast fyrir í mýrum. Þegar fram-
ræslan er endurbætt, hefur safnast fyrir
forði lítt ummyndaðra jurtaleifa, sem
rotna nú ört, köfnunarefni og fleiri nær-
ingarefni losna úr samböndum og afrakst-
ur túnanna eykst skyndilega. í Handbók
bænda 1975 er skýrt frá athugun um þetta,
sem var gerð á Hvanneyri og sýnir um-
talsverð áhrif skurðhreinsunar á frjósemi
túna.
í þessu sambandi er rétt að benda á það,
að við rotnun jurtaleifa í jarðvegi binst
nokkur hluti köfnunarefnisins að nýju, og
því er rotnunin miklu örari en kemur fram
í upptöku köfnunarefnis í plöntur. Þetta
sést á því, að í mýrum er hlutfall kolefnis
og köfnunarefnis (C/N) nálægt 20, í fersk-
um jurtaleifum mun hærra, aðeins en í vel
rotnuðum jarðvegi 10—15.
Best mat á nýtingu köfnunarefnis í á-
burðartilraunum fæst með því að athuga
það magn, sem plönturnar nema. Við bestu
nýtingu eykst magn það, sem tekið er með
uppskerunni, um % þess magns, sem borið
er á. Afgangurinn verður eftir í jarðveg-
inum, bundinn í rótum plantna eða á ann-
an hátt, og endurnýjar þannig N-forða
jarðvegsins. Þegar nýting köfnunarefnis er
til muna lakari en þetta, má búast við því,
að eitthvert tap verði úr jarðvegi, annað
hvort upp í andrúmsloftið eða með frá-
rennsli.
Athyglisvert er, að í tilraunum, þar sem
búfjáráburður var borinn saman við tilbú-
inn áburð í 10 ár, en síðan borinn á tilbú-
inn áburður eingöngu eða áburðargjöf
hætt, hafa orðið heldur meiri eftirverkanir
af búfjáráburðinum en tilbúna áburðinum,
sem gæti bent til þess, að grasspretta yrði
ívið árvissari, þar sem búfjáráburður er
notaður.
Ekki hefur verið kannað, hve mikið skol-
ast af köfnunarefni úr íslenskum túnum.
Hins vegar eru hafnar á vegum Orkustofn-
unar og nokkurra fleiri aðila mælingar á
efnainnihaldi í vatnsföllum, í fyrstu aðal-
lega á vatnasvæði Hvítár-Ölfusár á Suður-
landi. í lokaorðum skýrslu um rannsókn-
irnar segir Sigurjón Rist, að árnar séu ó-
mengaðar að mestu af mannavöldum. Það
kemur þó fram, að grunur leiki á, að illa
hirtir fjóshaugar geti valdið nokkurri
mengun á þessu vatnasviði. Nítratinnihald
árvatnsins er mest að vetrinum, og gæti
það bent til þess, að nítratið sé einkum
komið beint úr regnvatni, en að sumrinu
þynnist það með leysingarvatni.
í Svíþjóð hefur verið áætlað, að útskolun
köfnunarefnissambanda úr ræktunarlandi
svari að meðaltali til 4—8 kg N/ha á ári.
Engin ástæða er til að ætla, að það sé
meira hér á landi, en að baki þessa meðal-
tals eru að sjálfsögðu einstök gildi, sem
eru langtum hærri, t. d. þar sem mikið
magn N-áburðar er notað, og á Skáni, þar
sem jörð er best nytjuð til ræktunar í
Svíþjóð, er útskolunin áætluð 8—17 kg
N/ha á ári. Rétt er að benda á, að sam-
kvæmt þessum áætlunartölum skolast
minna köfnunarefni úr sænsku ræktunar-
landi en berst í það úr andrúmslofti sem
ammóníak og nítrat. Aukið magn köfnun-
arefnis í grunnvatni og stöðuvötnum vegna
áburðarnotkunar er mengun, sem getur
haft skaðleg áhrif, og er verið að rannsaka
þau áhrif, m.a. í Svíþjóð.
Hér að framan hefur verið bent á, að í
íslenskum jarðvegi, einkum mýrum, hefur
sl. 10.000 ár eða frá lokum ísaldar safnast
mikill forði köfnunarefnis. Við framræslu
nýtist þessi forði til grassprettu. Má því
líta á köfnunarefni mýranna sem verð-
mætt jarðefni og væri fróðlegt að fá það
umreiknað til jafngildis við olíulindir. Það
er því siðferðileg skylda þeirra, sem
þurrka upp mýrar, að sjá til þess, að gróð-
ur sá, sem á þeim vex, sé nytjaður. Það
er sóun á verðmætum jarðefnum að láta
grasið á mýrunum verða að sinu, sem er
svo brennd vorið eftir, og köfnunarefni og
fleiri verðmæt efni látin rjúka út í loftið.
F R E Y R
245