Freyr - 01.06.1975, Side 15
AGNAR GUÐNASON
blaðafulltrúi bændasamtakanna:
— medalbúið er svo lítið, að ajrakstur
þess verður að reikna á óhæfilega
háu verði—
Þetta er ekki nýtt að sjá á prenti né heyra,
að meðalbúið sé svo óskaplega lítið hér á
landi. Við hvað er miðað? Hveitiræktar-
bændur í Bandaríkjunum eða sauðfjár-
bændur í Ástralíu, sem eiga nokkur þús-
und fjár? Ef það er gert, þá er íslenska
meðalbúið ósköp umkomulítið, en ef við
miðum við venjulegan, blandaðan búrekst-
ur, eins og hann gerist í Evrópu, Asíu eða
Afríku, eins og flestir bændur jarðarinnar
stunda, þá held ég, að meðalbúið íslenska
sé nokkuð stórt. Verðlagsgrundvallarbúið
er 10 árskýr, 3 geldneyti og 180 fjár. Á
framleiðslusvæði mjólkurbúsins í Borgar-
nesi er meðal kúabúið 12,4 mjólkurkýr, á
svæði mjólkurbús Flóamanna 14,34 kýr en
hjá Eyfirðingum 22,4 kýr. í Danmörku er
meðalstærð kúabúa 15 kýr, í Svíþjóð 11, í
Noregi 8 og í Finnlandi 7 kýr.
Nú veit ég, að erfitt er að gera saman-
burð á bústærð, því þar er svo ólíku saman
að jafna, en ef miðað væri eingöngu við
fjölda búfjár, þá hygg ég, að íslenska verð-
lagsgrundvallarbúið sé nokkuð stórt, þeg-
ar miðað er við meðal bústærð í hinum
ýmsu löndum. Ekki trúi ég því, að það sé
almennt ætlast til þess, að bændur vinni
lengri tíma en aðrar stéttir til að ná sam-
bærilegum tekjum. Samkvæmt niðurstöð-
um búreikninga var heildarvinnumagn á
meðalbúinu 5.055 karlmannsstundir, en í
verðlagsgrundvellinum er heildarvinnan
um 4000 karlmannsstundir. Meðal bú-
reikningabúið er um 24% stærra en verð-
lagsgrundvallarbúið. Þannig að vinnan er
mjög áþekk. Ef landbúnaðarafurðir ættu
að lækka í verði með stækkun búanna, þá
þýðir það einfaldlega, að bændur fengju
lægra tímakaup en þeim er ætlað sam-
kvæmt verðlagsgrundvellinum.
— stærri búin hafa rakað
til sín gróða —
Það er staðreynd, að afkoma bænda er
ákaflega misjöfn. En það fer ekki eingöngu
eftir bústærð. Þeir bændur, sem byggt hafa
yfir fjölskyldur sínar og bústofn fyrir
nokkrum árum og þurfa ekki að leggja í
mikla fjárfestingu og eru með gott meðal-
bú og afurðagott búfé, komast sæmilega
af. í nóvemberhefti Hagtíðinda er birt yfir-
lit um brúttótekjur í öllum atvinnugrein-
um fyrir árið 1973. Aðeins 1%% af kvænt-
um bændum ná 1.400 þús. kr. árstekjum,
en 4,8% af viðmiðunarstéttunum ná þess-
ari upphæð og meira. Það eru aðeins 44
bændur, sem höfðu þetta miklar brúttó-
tekjur árið 1973. Fjölskyldutekjur á vinnu-
stund voru að meðaltali á búreikningabú-
unum árið 1973 kr. 159, en í verðlagsgrund-
vellinum var gert ráð fyrir 209 kr. á klst.
í verðlagsgrundvellinum er áætlað, að fjöl-
skyldutekjur séu 53,7% af brúttótekjum
búsins, en samkvæmt búreikningum eru
þær aðeins 45%, þannig að í verðlags-
grundvellinum er gert ráð fyrir mun hærri
launum en bændur og þeirra fólk nær,
miðað við þessa bústærð. Ábending Björns
um að fletta fasteignaskrá Reykjavíkur og
kanna, hvað margir bændur hafi fjárfest
hér í Reykjavík, hef ég ekki hlýtt, en ef
svo væri, að bændur hafi frekar viljað
F R E Y R
247