Freyr - 01.06.1975, Síða 9
úr miðjum mánuði tók mjög að kólna í
veðri. Urðu næturfrost eftir það mjög tíð
til loka mánaðarins. Hér á Laxamýri komu
kýr alfarið í hús hinn 17. Hinn 21. gekk til
norðanáttar, sem hélst mánuðinn út. Jókst
snjókoma og varð haglaust hér í uppsveit-
um allmarga daga síðast í mánuðinum.
Kom það sér ekki vel, því allir þændur áttu
þá eftir að losa sig við meira og minna af
sláturfé sínu. Reynt var að hraða slátrun,
þar sem haglaust var.
Hér við sjóinn festi lítinn snjó og héldust
hagar. Hinn 26. var aftaka norðanveður.
Tóku þá þændur hér í Reykjahverfi líf-
gimþrar sínar á hús, og hafa þær staðið
inni síðan. (Þetta er ritað seint í jan. 1975).
í lok mánaðarins gekk norðanáttin niður,
en hlýnaði lítið. Mánuðurinn skildi illa við.
Enn verra var ástandið sums staðar annars
staðar, eins og í Vopnafirði og á Jökuldal.
Októbermánuður var frekar kaldur. En
fljótlega fór fé að ná í snöp á snjóasvæð-
unum, og um þann 10. gerði smáþýðu, svo
að fé náði í nokkurn haga. Þrjá síðustu
daga mánaðarins var fremur milt veður.
Hér á Laxamýri voru lífgimbrar alfarið tekn-
ar í hús hinn 15. En ær voru að telja mátti
gjaflausar til mánaðarloka. Innan girðing-
ar var töluverð kúabeit eftir, er þær fóru
inn vegna veðurvonsku. Nú tíðkast það
mjög hér um slóðir, að bændur láta gimbr-
ar sínar eiga lömb. Verður þá að taka þær
í hús að haustinu, áður en þær leggja af
og fóðra þær vel fram úr. Sumu af geld-
neytum var hér beitt til mánaðarloka.
Fyrstu 8 daga nóvembermánaðar voru
hæg og frekar hlý veður. En hinn 9. tók að
snjóa, og eftir það héldust frost daglega
mánuðinn út, þó frekar væg. Mesta snjó-
koma var hinn 13. Um miðjan mánuð varð
þröng í högum og haglaust um allt héraðið.
í desember var norðlæg átt allan mán-
uðinn. Aldrei mjög mikil frost en snjóasamt.
Fyrsta stórhríð var hinn 10. en þreifandi
stórhríð hinn 20. Mátti teljast haglaust í
héraði mánuðinn út. Bændur beita ám lítið
í þessum mánuði. Búa þær undir að verða
tvílembdar með því að bata þær. Það er
rétt þróun og ætti að tíðkast um allt land.
Þegar á allt er litið, verður að telja ár-
ferðið allgott, gróður kom með fyrsta móti.
Hey urðu mikil og náðust yfirleitt með
sæmilegri verkun, garðávextir urðu með
betra móti. Krækjuber spruttu mjög vel en
bláber lítið, sem orsakaðist af frostunum
síðast í maí. En vetur kom snemma. Fén-
aðarhöld og afurðir af skepnum mjög
sæmilegar. Kjötþungi dilka heldur minni en
árið áður, en slátrað í K.Þ. 3323 kindum
fleira en árið áður. Mjólkurinnlegg bænda
var 2% meira en árið áður. Er það vissu-
lega vel að verið hjá bændum í Suður-
Þingeyjarsýslu.
Skotlaun hækka
Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum „ Um eyðingu refa og minka“,
og felst í breytingunni nokkur hækkun á skotlaunum fyrir unnin dýr —
en þessi verðlaun hafa verið óbreytt að krónutölu um all mörg ár.
Skotlaunin voru ákveðin sem hér segir:
1. Fyrir refi utan grenja .... kr. 2.500,00
2. Fyrir fullorðin grendýr .. — 1.500,00
3. Yrðlingar (á grenjum) .. — 800,00
4. Minkar ungir og fullorðnir — 1.500,00
F R E Y R
241