Freyr

Årgang

Freyr - 01.06.1975, Side 24

Freyr - 01.06.1975, Side 24
 Erlendir þættir ^ Nýjung búfj árky nb ó tum Ræktun búfjár hefur veriS einn veigamesti þátturinn í eflingu landbúnaðarins síðustu áratugina. Með tilkomu sæðinganna fengu ræktunarmenn mikilvirkt tæki í hend- ur til að nýta ræktunarmöguleika búfjárstofnanna á fljót- virkan hátt. Þannig er hægt að nota sæði úr nauti, sem vitað er, að gefur afurðamiklar dætur, í nokkur þúsund kýr. Það má áætla, að eitt mest notaða sæðinganaut á íslandi, Sokki 59018, hafi eignast um 8000 afkvæmi. Þessi afkastageta úrvalsnauta hefur valdið byltingu í ræktuninni. Rökrétt framhald sæðinganna virðist vera að virkja betur afburðakýrnar. í flestum tilfellum á kýrin ekki nema einn kálf á ári og á öllu æviskeiðinu eignast til- tölulega fáar kýr fleiri en 10 kálfa. Viðamiklar rannsóknir hafa verið gerðar erlendis á þeim möguleika að auka afkvæmafjölda kúnna. Með hjálp ákveðinna hormóna er hægt að koma af stað egglosi hjá kúm, þannig að mörg egg losna í einu. Þetta er nefnt erlendis „superovula- tion“. Hægt hefur verið að frjóvga öll þessi egg í kúnni, en vandamálið er, að kýrnar geta ekki borið meira en 2—3 kálfa. Tekist hefur að flytja þessi frjóvguðu egg yfir í aðrar kýr, sem hafa þá eignast heilbrigða kálfa. Hægt væri þá að framkalla ,,superovulation“ hjá afburða kúm, eggin frjóvguð og síðan flutt í lélegri kýr, sem ættu síðan kálf, sem að sjálfsögðu hefði sín erfðaeinkenni (að hluta) frá eggjagjafanum en ekki frá fósturmóður sinni. Þannig væri hægt að auka að mun afkvæmafjölda bestu kúnna á svipaðan hátt og gerist með sæðinga- nautin. Áður en að því kemur verður að yfirstíga marga tæknilega erfiðleika. Þessi millifærsla á frjóvguðum eggj- um er enn ekki möguleg nema með uppskurði, ef vel á að takast. Einnig þarf að samstilla gangmál gefenda og fósturmæðra, þar eð ekki er hægt að geyma eggin heldur verður millifærslan að eiga sér stað, um leið og eggin eru tekin úr gefandanum. Tilraunir á djúpfrystingu frjóvgaðra eggja hafa ekki tekist sem skyldi, en vísindamenn eru bjartsýnir á, að viðunandi árangur náist, áður en langt um líður. Þess er sjálfsagt ekki langt að bíða, að notkun á frjóvguðum eggjum valdi svipuðum straumhvörfum í ræktunarmálum og sæðingarnar gerðu. E. J. 256 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.