Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1975, Blaðsíða 21

Freyr - 01.06.1975, Blaðsíða 21
anlegra aðferða, frá súgþurrkun til hrað- þurrkunar í verksmiðjum, jafnt í smærri sem stærri einingum. Við landbúnaðarháskólann í Uppsölum eru einnig gerðar umfangsmiklar tilraunir með þessa hluti. Súgþurrkun breiðist út. í Sviss er súgþurrkun í hlöðum nú að verða algeng, eftir að fundin voru upp heppileg tæki til að dreifa heyinu jafnt og jafnþétt um hlöðuna, en það var hlutur, sem áður olli erfiðleikum. Nú hefur þetta verið leyst, og nú eru tugir framleiðenda farnir að auglýsa slíkan búnað. Það verður stöðugt algengara að nota upphitað loft við slíka súgþurrkun, einkum til að fullþurrka heyið. Samvinnufélög um hraðþurrkunarstöðvar. Þá er það nú æ algengara í þessum lönd- um, að komið sé upp hraðþurrkunarstöðv- um, einkum þar sem svo hagar til, að hægt er að reka þær sem samvinnufélög þeirra, sem við þær skipta, og vilji er fyrir hendi. I Sviss eru nú meira en 200 slíkar stöðvar. Litið er á þær sem þjóðþrifa fyrirtæki, og er veittur opinber stuðningur til að koma þeim upp. Sömu sögu er að segja frá Bayern í Þýskalandi. Þar er veitt allt að 50% ríkis- framlag til byggingar slíkra þurrkstöðva, sem bændur reisa á samvinnugrundvelli. í Frakklandi eru veitt há lán til langs tíma með lágum vöxtum. í Efnahagsbandalagslöndunum er veittur styrkur til hraðþurrkunar. Á sl. ári var tekið að veita sérstakt fram- lag í Efnahagsbandalagslöndunum til að örva hraðþurrkun á grasi. Framlag þetta var 1,20—2,80 kr. á hvert kg, sem framleitt var, og á árinu 1975 verður það hækkað um 27%. Sú góða reynsla, sem bændur telja sig hafa af hraðþurrkuðu grasi og grænfóðri sem fóðri, er nú staðfest af fleiri og fleiri niðurstöðum búfjártilrauna víða um lönd. Þetta kom meðal annars fram á fundi í Englandi á sl. hausti, þar sem höf- undur þessarar greinar var. Þar komu fram bæði bændur og forstöðumenn rannsókn- arstöðva og gáfu skýrslur um árangur sinn. Rannsóknir gefa til kynna að hraðþurrkað gras sé enn betra fóður en ætlað var. Frá hinni miklu grasræktartilraunastöð í Hurley í Englandi var gefin bráðabirgða- skýrsla um tilraunaflokk, sem þar er verið að gera. Ályktanir, sem af þessu mátti draga, voru þær, að þurrkun með heitu lofti, mölun og kögglun væri besta aðferðin til að nýta gras og grænfóður. Þegar fóðrað var með blönduðu fóðri eða með því að láta gripina hafa frjálsan aðgang að vot- heyi, kom fram, að graskögglar væru jafn- gildir sem fóður og sama magn af byggi — eða A-fóðurblanda. Breskur dýralæknir, sem veitir forstöðu tilraunabúgarði, sem rekinn er á vegum dýralæknaþjónustunnar, skýrði frá því, að í vissum tilfellum hefði hraðþurrkað gras reynst vera verðmætara fóður en sama magn af byggi (og taldi hann það muna allt að 3—4 kr. á kg). í Englandi var framleiðslugeta hey- kögglaverksmiðja tvöfölduð á síðasta ári. Síðustu tvö árin hefur eftirspurn eftir framleiðslu þeirra líka verið langtum meiri en þær hafa getað annað. Bóndi einn í Þrændalögum, með stórt kúabú, hefur undanfarin ár fóðrað á hey- kökum og nokkru af kraftfóðri. Hann greindi frá því, að frjósemi kúnna hefði verið í fullkomnu lagi, síðan hann tók upp þessa fóðrun í stað votheysgjafar, fjósið væri verulega þurrara og þokkalegra, og frá mjólkurbúinu var það vottað, að mjólk- in frá þessu búi væri alveg laus við smjör- sýru. F R E Y R 253

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.