Freyr - 01.03.1981, Page 7
Riðuveiki í sauðfé er vaxandi vandamál
í þessu blaði er fjallað um riðuveiki í sauðfé.
Yfirlitsgrein er um veikina eftir sérfræðing
Sauðfjársjúkdómanefndar, Sigurð Sigurðarson,
dýralækni. Auk annars segja sjö bændur frá bar-
áttu sinni við riðuveiki og lýsa skoðunum sínum
og sveitunga sinna á því, hvernig standa beri að
varnaraðgerðum gegn henni. í máli þeirra kem-
ur fram, að skoðanir eru skiptar. Annars vegar
eru þeir, sem telja niðurskurð einan koma að
fullu gangi og hins vegar þeir, sem vilja ekki
grípa til svo róttækra aðgerða.
Stjórnvöld hafa viljað fara með gát. Þau hafa
mælt fyrir um niðurskurð þar sem einangruð
tilfelli af riðuveiki koma upp á ósýktu svæði. En
þar sem óvissa ríkir um það hve umfangsmikil
útbreiðslan er, hefur verið lagt að bændum og
öðrum að fylgja varúðarreglum. Þetta á við um
þau svæði þar sem skipulagt viðnám gegn riðu-
veiki hefur verið tekið upp. Þar hefur eftirlit
með varúðarreglunum verið falið heima-
mönnum en bótagreiðslur fyrir riðusjúkar kind-
ur er framlag ríkisins. Þessar bætur hafa verið
lágar og skynsamlegt virðist að haga málum
þannig við bótagreiðslur, að jafnframt sé stuðlað
að smitvörnum og upplýsingum safnað um
skyldleika riðusjúklinga, hegðun veikinnar o. fl.
fremur en að greiða tjón eftir á.
A gömlu riðusvæðunum norðanlands hefur á
hinn bóginn ekki verið fylgst nægilega vel með
því að varúðarregium sé fullnægt, enda hefur
veikin löngum hagað sér öðfu vísi þar og farið
hægar yfir en þekkt er á vissum svæðum austan-
lands síðustu árin. Hvað eftir annað hefur þó
tjón keyrt svo úr hófi á einstökum bæjum að
óbúandi hefur verið við sauðfé, þá hefur
mönnum verið gefinn kostur á niðurskurði og
fjárskiptum gegn lágum styrk en ekki hefur
verið um afurðatjónsbætur að ræða. Fram-
kvæmdin hefur verið mismunandi. Sumir hafa
hætt fjárbúskap um skeið, hreinsað húsin ræki-
lega, jafnvel byggt ný hús og lagt af þau gömlu.
Aðrir hafa tekið fé á bæinn í óhreinsuð hús eða
svo gott sem jafnskjótt og hitt var farið til slátr-
unar. Þess eru meira að segja dæmi, að menn
hafi keypt riðusjúkt fé í stað þess sem lógað var
riðusjúku. Árangurinn hefur verið eftir þessu.
Sjaldnast hefur riðan horfið með þessum að-
gerðum. Hér virðist hafa vantað meiri hand-
leiðslu og eftirlit af opinberri hálfu.
Nú er sums staðar á gömlu riðuveikisvæðun-
um á Norðurlandi að komast á samvinna milli
heimamanna og Saufjárveikivarna um við-
námsaðgerðir. Vonandi er að það sé upphaf að
árangursríku starfi til að draga úr útbreiðslu
veikinnar og tjóni af hennar völdum.
Riðuveikin er ótrúlega lúmsk. Hún kemur
upp á ólíklegustu stöðum og smitleiðir finnast
ekki. Komið hefur í ljós, að smitið hefur verið í
fjárstofni árum og áratugum saman án teljandi
skaða, en svo hefur hún gosið upp skyndilega á
sömu bæjum og valdið stórtjóni. Ekki er þekkt
til fullnustu það sem veldur riðuveiki og eigin-
leikar smitefnisins eru sumir með ólíkindum.
Þessi hegðun veikinnar skýrir tregðu yfirvalda
við að grípa til róttækra aðgerða svo sem niður-
skurðar. Þeirri spurningu hlýtur að verða ósvar-
að í nokkur ár eftir niðurskurð eins og sverð yfir
höfðum þeirra sem ákvörðun urðu að taka,
hvort fyrir veikina hafi verið komist með niður-
skurðinum. Á hinn bóginn er það óþolandi
ástand fyrir þá bændur sem búa við mikið tjón af
völdum veikinnar að fá ekki skýr svör frá yfir-
völdum um það, hvaða aðstoðar þeir megi vænta
til að komast yfir erfiðleikana. Hafa ber í huga,
að menn ganga næsta slyppir frá borði, ef
eignarjörð þeirra reynist óbyggileg vegna
riðusmits. Niðurskurður, sótthreinsun húsa og
fjárleysi um tíma hlýtur því að vera þrautaráð án
verulegrar aðstoðar. Bændur, sem eru að berjast
við riðuveiki í fé sínu mega hafa í huga, að
vitneskja um eðli og hegðan riðuveiki er brota-
kennd.
M.E.
FREYR — 167