Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1981, Síða 8

Freyr - 01.03.1981, Síða 8
Riðuveiki breiðist stöðugt út og er að verða umtalsvert vandamál víða um land. — Viðtal við Sigurð Sigurðarson, dýralækni á Keldum: Hvers konar sjúkdómur er riðu- veikin? Riðuveiki er lúmskur, langvinnur og kvalafullur smitsjúkdómur og ólæknandi, sem leggst mjög þungt á einstakar ættir sauðfjár. Sjúk- legar breytingar finnast í mið- taugakerfi, heila neðantil og aft- antil. Þessar breytingar eru óvenjulegar að því leyti að ekki finnast bólgubreytingar heldur hrörnunar eða ellibreytingar. Slík- ar breytingar er undarlegt að sjá í ungu fé. Sár og bólgur finnast þó í húð þegar kláði fylgir riðu. Þessi sjúkdómur er einn hinna hæggengu því að langur tími líður frá smiti til einkenna, margir mán- uðir, oftast meiraen ár ogstundum mörg ár. Og með veikina ganga kindur margar vikur og stundum líða margir mánuðir frá því að kindin sýnir einkenni (klínísk einkenni) þar til hún deyr eða er orðin ósjálfbjarga. Með góðri hjúkrun má þó lengi halda lífi í riðukindum. Riðuveiki er allt ann- arsjúkdómuren Hvanneyrarveiki, sem sums staðar á landinu hefur verið kölluð riða eða riðuveiki. Orsök Hvanneyrarveiki er skemmt hey og sýklar sem í því lifa. Riðu hefur einnig verið ruglað saman við Visnu, sem fylgdi í kjölfar mæðiveikinnar. Orsök visnu var mæðiveira, sem hafði villst í miðtaugakerfið. Kopar- skortur í unglömbum mun einnig hafa verið kallaður riða einhvers staðar en algengara nafn er fjöru- skjögur. Riðu er einnig hægt að rugla saman við heilabólgur og heilahimnubólgur af ýmsum gerð- um og helti eða stirðleika í gangi. Kláði og óþrif geta villt um og skyggt á einkenni á frumstigum veikinnar. — Orsök riðuveiki er óvenjulega harðsvírað smitefni af veirukyni. Hver eru þá einkenni veikinnar á frumstigi? Þau eru því miður óljós og breyti- leg eftir landshlutum auk þess sem þau geta verið breytileg innan sama bæjar og milli bæja. Sam- eiginlegt er þó að kindurnar verða „undarlegar í háttum“ ókyrrar á garða, varar um sig, kvíðnar eða óttaslegnar þegar á að handsama þær og óöruggar í hreyfingum. Fiðringur er í húð og stundum kláði alveg frá byrjun. Kláði sést þó alls ekki alls staðar. Hægfara vanþrif þrátt fyrir góða lyst eru alls staðar einnig titringur á haus og víðar um skrokk og seinna skjálfti eftir áreynslu, jafnvel snarast kindin um koll, þegar tekið er í horn á henni. Þar sem kláði er áberandi einkenni frá upphafi eins og raunin er víðast hvar austan- lands sést snemma að kindin stendur við stoð eða vegg eða úti við staura og moldarbörð og nuddar sér í sífellu. f>á eru nudd- Sigurður Sigurðarson aðir blettir eða þófin ull, stundum hárlausir og særðir blettir. Kindin gnístir tönnum, óeðlilegt nasa- rennsli og munnvatnsrennsli sést. Nefnd hafa verið gönuhlaup eða hálfgert æði í kindum sem styggð kemur að. Yngsta kind sem riða hefur fundist í hér á landi er lamb í febrúar. Venjulegasti aldur er 2—4 ár. Glögg lýsing er á ein- kennum riðuveiki í yfirlitsgrein eftir Pál A. Pálsson yfirdýralækni í Frey sept. 1978. Þar er einnig að finna reglugerð um varnir gegn veikinni. í Handbók bænda 1979 er einnig lýsing á veikinni eðli og afleiðingum. Þessar greinar ættu menn að lesa. Þeir sem þess óska geta að sjálfsögðu fengið senda lýsingu á einkennum veikinnar. Aðal atriði er að gera sér vel ljós 168 — FREYR

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.