Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.03.1981, Qupperneq 9

Freyr - 01.03.1981, Qupperneq 9
helstu einkenni og taka alvarlega grun um riðuveiki í hvert skipti sem grunur vaknar. Því miður eru mörg dæmi um það að riða hafi borist til nýs staðar og festst í sessi vegna aðgæsluleysis manna í þess- um efnum. Hvaða tjóni veldur riðuveiki? Ekkert öruggt yfirlit er til fyrir landið, en víða verða einstaklingar fyrir miklu tjóni. Áætlað hefur verið, að riðubæir þar sem verulegt tjón verður séu yfir 150 á öllu landinu. Þess eru nokkur dæmi að menn missi um 30% af fé sínu veturgömlu og eldra á einu ári. Algengt er að menn missi 10%, jafnvel ár eftir ár. Veikin getur líka legið niðri um árabil og blossað svo aftur upp. Oft verður þetta, þegar menn kaupa að fé. Eru þess dœmi að kindum geti batnað riðuveiki? Ekki er það talið, en einkenni geta horfið um stund ef aðbúð batnar og veikin er í byrjun. Annars er erfitt að fullyrða nokkuð um þetta, þar sem greining fæst varla fyrr en kindin er dauð við skoðun á heila. Hvar hefur riðuveiki síðast fundist á nýjum svœðum? Hún fannst s. 1. vetur í Biskups- tungum en s. 1. vor í Jökulsárhlíð, N-Múl. I hættu fyrir riðusmiti frá Jök- ulsárhlíð er allt Norð-Austurland. Þar er sama uppi á teningnum og þegar ákvörðun var tekin um •ógun alls fjár á Brú á Jökuldal fyrir tveimur árum. 1 hættu fyrir riðusmiti frá Bisk- upstungum og Laugardal er mest- allt Suðurland. Auk þessara staða hefur riðu- veiki fundist í mörgu fé á þekktum riðubæjum og á nýjum bæjum á eldri riðusvæðunum. Hvar er ekki riðuveiki? ,,í»að er best að átta sig á því á kortinu yfir útbreiðslu riðuveiki. Annars er ekki allt sem sýnist í þeim efnum. Þess má vænta, að riðuveiki sé víðar en þar sem hún hefur verið staðfest nú. Einkennin eru breyti- leg nokkuð og veikin hagar sér misjafnlega frá einu svæði til ann- ars.Þess eru dæmi að ein og ein kind veikist og drepist úr riðuveiki með löngu millibili. Þar sem ekki er hirt um að kanna úr hverju van- þrifakindur fara getur þessi veiki dulist býsna lengi. Þetta er vitan- lega stórhættulegt gáleysi. Þar sem ekki hefur verið „von á“ riðuveiki hafa menn með bestu samvisku grafið uppdráttarskjátur eða það sem er ennþá verra, látið þær liggja úti um haga og jafnvel við hús fyrir hræfuglum, hundum, rottum og músum í hugsunarleysi eða þeirri góðu trú, að þetta hafi nú verið eitthvað sára saklaust, elli eða gaddur eða annað venjulegt, sem ekki taki að athuga. Sem betur fer fækkar þeim sem svona hugsa en þeir eru of margir til ennþá, sem eru kærulausir fram úr hófi í þessum efnum. Þannig er kæruleysið orsök smitdreifingar. Menn hafa allt of víða horft sljóum augum á riðuveiki mánuðum saman, jafnvel árum saman, án þess að átta sig á því hvað var á seyði. Sums staðar hafa menn keppst við að baða fé hvað eftir annað en féð hefur drepist úr riðu- veiki engu síður. Kláði er áberandi einkenni riðuveiki sums staðar, annars staðar ekki. Menn hafa þá haldið að þeir ættu í höggi við fjárkláða. Það er vissast að búast við riðu- veikinni hvar sem er á landinu og láta enga grunsamlega kind órannsakaða. Hausinn þurfum við að fá til rannsóknar ófrosinn á fyrsta eða öðrum degi eftir að kindinni er lógað og það þarf að taka fram að rannsaka eigi heií- ann. Við riðuveiki finnast ekki sjúklegar breytingar annars staðar en í heila. Öruggast er að hafa samband við dýralækni og láta hann svæfa kindina. Ekki er allt riðuveiki, sem veldur uppdrætti, því er vænlegast til árangurs að senda öll innyfli úr uppdráttark- indum til rannsóknar auk haussins og alltaf ætti að fylgja greinargerð með stuttri lýsingu á einkennum sjúkdómsins o. fl. Sé rökstuddur grunur um riðuveiki á nýjum stað eiga menn rétt á bótum fyrir kind- ur sem lógað er í rannsóknarskyni. I rauninni ætti að greiða mönnum verðlaun fyrir að finna slíkar kind- ur á nýjum stöðum.“ Á hvaða svœðum hefur riðuveikin verið staðfest? „Hér er enn best að átta sig á kortinu. Hún er frá fornu fari þekkt á Norðurlandi, á svæðinu frá Vatns- dal til Eyjafjarðar. Sagt er að hún hafi borist til þessa svæðis fyrir einum 100 árum með innfluttum hrútum. Hún fannst á Vestfjörð- um, nánar tiltekið á Barðaströnd í fyrsta sinn fyrir rúmum aldar- fjórðungi, e. t. v. vegna flutnings á forustufé. Mest hefur útbreiðslan orðið síðustu 10 árin. Sú útbreiðsla hefur orðið bæði innan gömlu riðusvæðanna, sem nefnd hafa verið, en meiri þó á sífellt nýjum og nýjum svæðum með óþekktum smitleiðum að mestu leyti. Á Austurlandi frá Jökulsárhlíð til Berufjarðar. í Skjálfandahólfi frá Keld- uhverfi og Mývatnssveit til Tjörness, Húsavíkur, Aðaldals og Reykjahverfis (e. t. v. byrjaði riðan á Húsavík). Til Vestur-Húnavatnssýslu til Dalasýslu, til Mýrasýslu til Akra- ness. Um Landnám Ingólfs frá Reykjavík og nágrenni til Kópa- FREYR — 169

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.