Freyr - 01.03.1981, Side 14
Enn eru til svæði ósýkt af riðuveiki og öðrum illvígum sauðfjársjúkdómum. Ómetanlegt er að eiga þau. Myndin er frá
Reykhólum. (Ijósm. Sig. Sigurðarson)
Hvað er að segja af riðuveikinni á
Norðurlandi?
„I Mývatnssveit fannst riðuveiki á
nýjum bæ í haust. Áður hafði
veikin verið staðfest á tveimur
bæjum í sama hlaði í sveitinni.
Samgangur við fé þaðan hafði
verið takmarkaður austur á við
með ristarhliði við vatnsfall. Fátt
fé var á hinum nýja bæ og var því
öllu fargað í haust. Veikin helst við
á hinum bæjunum tveimur og
veldur árlega nokkru tjóni. Eftir
sem áður er samgangur frá hinum
sýktu bæjum frjáls til vesturs við fé
úr Reykjadal. Pá hefur veikin
fundist á nýjum bæjum í Aðaldal
og Reykjahverfi að ógleymdu
Kelduhverfi. Hún er í gangi á
Husavík og á Tjörnesi. í þessu
varnarhólfi (Skjálfandahólfi) hef-
ur því riðuveikin náð mikilli út-
breiðslu á skömmum tíma líkt og
gerst hefur austanlands. Ef til vill
er ástæða til að huga að nýju að
vörnunum við Skjálfanda.
Ef til vill hefur Fljótið meira
vörslugildi en talið hefur verið um
skeið ef vilji er nægur. Þetta þyrftu
heimamenn að íhuga og kanna.
Riðuveikin í þessu hólfi er farin að
ógna N-Austurlandi. Athuga þarf
hvernig helst verða styrktar vam-
irnar. Ógætilegt er, eins og bent
hefur verið á, að lóga fullorðnu fé
úr Kelduhverfi á Kópaskeri. Vilji
menn efla varnirnar þarna, er
þetta eitt af mikilvægustu mál-
unum. Þannig sækir riðuveikin að
N-Austurlandi úr tveimur áttum
og er ömurlegt til þess að vita, ef
hún á eftir að festa rætur í þeim
landshluta þar sem undirstaða
góðrar lífsafkomu er heilbrigt
sauðfé.“
Er riðuveiki á öllu svœðinu frá
Vatnsdal og austurfyrir Eyjafjörð?
,,Það er erfitt að fullyrða um það
hvar hún er og hvar ekki á því
svæði, en svo mikið er víst að hún
hefur ekki verið staðfest í mörgum
hreppum á þessu svæði. Hins vegar
hafa menn verið býsna ógætnir við
flutninga á fé til lífs. Síðast í haust
var verið að flyt ja fé langt til austur
yfir Eyjafjörð, fullorðið fé. Þetta
er vitanlega hin mesta fásinna.
Ekkert er líklegra til að stuðla að
flakki fjár en tilflutningar á
fullorðnu fé milli upprekstr-
arsvæða eða sumarlanda. Með
flakkinu eykst smithættan. I
mörgum tilfellum er sala á full-
orðnum ám ómannúðlegt fram-
ferði, sem ætti að varða við dýra-
verndunarlög.
Riðuveiki var vel þekkt við
Eyjafjörð, fannst á Svalbarðs-
strönd, einum bæ. Þar var öllu fé
lógað vegna þessarar veiki en ekki
vitað til að hún hafi komið í nýtt fé.
Frammi í firði fannst hún víða og
var mjög skæð á stöku bæ. Lítið
hefur borið á veikinni eða ekki um
nokkurt skeið. Hvað það þýðir er
ekki gott að túlka.
í Árskógshreppi og Svarfaðar-
dal vestan ár og á Dalvík hefur
veikin gert usla um langt skeið, þó
minna síðustu árin á Árskógs-
strönd. í haust fannst svo riða í
fyrsta sinn í Skíðadal. Áður hafði
veikin fundist á einum bæ austan
174 — FREYR