Freyr

Volume

Freyr - 01.03.1981, Page 19

Freyr - 01.03.1981, Page 19
Nágrannarnir eru dauðhræddir við riðubæi I Hofsstaðaseli í Viðvíkursveit býr Vésteinn Vésteinsson ásamt konu sinni Elínborgu Bessa- dóttur ogfimm börnum þeirra hjóna. Hofsstaðasel er innarlega í Viðvíkursveit og er án efa upphaflega byggt úr landi kirkjujarðarinnar Hofsstaða, sem er næsta jörð sunnan við Hofsstaðasel. Bærinn stendur í brekkurótum og blasir viðfrá þjóðveginum og afbæjarhlaði sér vítt um Skagafjörð. Fréttamaður Freys hefur einkum lagt leið sína í Hofsstaðasel til að fræðast um reynslu Vésteins af riðuveikinni, en hann hefurfleiru athyglisverðu frá að segja ogfyrst bið ég hann að segja mér frá búskap sínum. Elínborg og Vésteinn í Hofstaðaseli með syni sína; frá vinstri, Grétar, Bessa og Véstein. (Ijósm. M. E.) Hvenær byijaðir þú að búa? Ég fór að búa árið 1966 að loknu búfræðinámi á Hólum. Áður var ég í Samvinnuskólanum og lauk þaðan prófi vorið 1963. í milli- tíðinni vann ég við ýmis skrif- stofustörf, en mér leiddust þau og þótti þau tilbreytingalítil og ég hafði ekki hug á að gera þau að æfistarfi. Ég kaupi þessa jörð með áhöfn og bý fyrst við sauðfé, kýr og hross, en hætti við kýrnar árið 1974 og fjölga þá fénu og byggi ný fjárhús, og fóðra með votheyi að tveimur þriðju hlutum en þurrheyi að ein- um þriðja. Ég missi ekki fé úr Hvanneyrarveiki svo teljandi sé. veit um tvo bændur, sem hafa farg- að öllu fé sínu. Þeir sem hafa lítið misst, telja hins vegar ekki tíma- bært að láta fara fram allsherjar- niðurskurð meðan tjónið er ekki meira. Mín skoðun er sú, að það sé fráleitt að gera róttækar ráðstaf- anir á einum og einum bæ eins og nú er komið. En þegar ég skar niður var talið að þetta væri eini bærinn með riðu á þessum slóðum. Annað hvort verður að taka fyrir stór svæði og skera niður alltaf, hvar sem veikin kemur upp, eða þá að láta hvern og einn bónda um aðgerðir sínar án þvingunar. H vað mundir þú gera ef aftur kœmi upp riða í fé þínu? Ég get ekki svarað því afdráttar- laust, en ég mundi hugsa mig um áður en ég skæri niður aftur, með- an veikin er á mörgum bæjum allt í kringum mig. Hitt er jafn ómögu- legt að búa við 20—30% afhroð af fénu árlega, með öllum þeim öm- urleika og tjóni, sem því fylgir. M. E. Heyskapur? Ég slæ allt með sláttuþyrlu og hriði með heyhleðsluvagni. Ég fæ við- unandi verkun á votheyið, að mér finnst, ekki síst fyrir það að ég nota maurasýru. Ég heyjaði áður með sláttutætara, en mér fundust afköst ekki nægileg og heyið ekki étast þá eins vel og núna. E. t. v. er það vegna þess að þá var það blautara. Núna eru ærnar álíka lengi að éta votheyið og þurrheyið. Geymsla á taðinu? { fjárhúsunum er skurðflór, eftir freyr — 179

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.