Freyr - 01.03.1981, Page 22
Hver er stefna stjórnvalda í
baráttunni við riðuveikina?
Viðtal við Birgi Haraldsson,
Bakka í Viðvíkursveit.
Á Bakka í Viðvíkursveit í Skagafirði býr Birgir Haraldsson ásamt konu sinni Guðrúnu
Sigurbjörnsdóttur og sjö börnum þeirra. í heimilinu eru einnig aldraðir foreldrar Birgis,
Haraldur Jóhannesson og Anna Bergsdóttir.
Bakki stendur nálægt sjónum innst við Skagafjörð að austanverðu og tilheyrir jörðinni
eyjan Lundey, sem vill gleymast, þegar eyjar á Skagafirði eru taldar upp. Par er nokkurt
æðarvarp.
Riðuviki í sauðfé hefur verið vaxandi áhyggjuefni hér á landi á undanförnum árum og
meðal sveita, þar sem hún veldur usla er Viðvíkursveit. Sá bóndi þar, sem mest hefur orðið
fyrir barðinu á henni er Birgir á Bakka.
í lok sláturtíöar s. 1. haust kom
Freyr að máli við hann til að leita
fregna af þessum málum.
Hvað býrð þú stóru búi?
Ég hef sett á um 400 fjár á haustin,
þar af um 350 ær, tvær kýr til
heimilis og rúmlega 20 hross.
Hver eru fyrstu kynni þín af
riðunni?
Þau eru frá þeim tíma, þegar ég átti
heima á Unastöðum í Kolbeinsdal,
en þaðan flutti ég hingað með for-
eldrum mínum árið 1957. Á Una-
stöðum var ég með fé mitt sér í
kofa og þá missti ég eina og eina
kind. Eftir að ég flutti hingað,
missti ég eina kind árið 1958, en
svo tók alveg fyrir það í tíu ár.
Árið 1968 kemur riðan upp
aftur hjá mér. Þá missi ég eina kind
um vorið og eina árið eftir. Næstu
árin fara svo ein og tvær kindur
árlega. Ásetningsárið 1976—77,
þ. e. fráhausti 1976 til hausts 1977
missi ég átta ær, en ásetningsárið
1977— 78 missi ég 40 ær og
1978— 79 um 80 ær og á því
ásetningsári, sem nú var að ljúka
1979— 80 hafa þær losað 100.
Fara frekar yngri œr en eldri?
Fyrst fóru þriggja vetra ær, en þeg-
ar veikin magnaðist, þá fór hún að
taka ær á öðrum vetri. Haustið
1977 setti ég á 66 gimbrar. Nú eru
10 eftir af þeim. Árið eftir, lét ég
lifa 62 gimbrar. Af þeim eru nú
rúmlega 20 eftir. Haustið 1978 tók
ég reyndar frá eldri ær og hafði þær
annars staðar en hinar ærnar.
Lömb undan þeim hafa lifað betur.
í fyrrahaust (1979) breytti ég til
um ásetning. Ég setti þá á 30 lömb
af mínu fé, öll undan gömlum ám,
og keypti 12 lömb til ásetnings. Af
þessum 30 er 11 búið að lóga, en af
aðkeyptu lömbunum tólf sér ekki á
neinu.
Haustið 1978 keypti ég 30 vet-
urgamlar ær. Af þeim hefur ein
farið, ég reikna með úr riðu. Hinar
allar hef ég skoðað nýlega og það
sér ekki á þeim.
Hvar telur þú, að smitunin eigi sér
stað?
Ég held að allir séu sammála um að
smitunin sé langmest á sauðburði
og að lömbin smitist nýfædd á húsi.
Ég gerði þá breytingu á búskap
mínum að í fyrsta lagi að hætta að
vetrarrýja og í öðru lagi að seinka
burði og aðkeyptar ær setti ég á
tún, sem aldrei hefur verið riðu-
veikt fé á og lét þær bera þar. I
haust er ekki sett á eitt einasta
lamb, sem kom á hús í vor.
Sérð þú þá lausn á þessu að kaupa
líffé?
Því get eg ekki svarað fyrr en eftir
þrjú ár. í haust keypti ég 80 ær og
15 gimbrar og nú er spurningin,
182 — FREYR