Freyr - 01.03.1981, Side 23
hvernig það fé stendur sig. Hins
vegar tel ég að við náum engum
árangri í baráttunni við riðuna,
þegar einn er að gera þetta, en
annar eitthvað allt annað.
Það vantar samrœmdar aðgerðir?
Já, mér skilst að sumir telji að það
sé hægt að rækta með úrvali upp fé,
sem hefur mótstöðu gegn sjúk-
dómnum. Ef það á að taka 30—40
ár, þá er orðið stutt eftir í búskap
hjá flestum.
Það mætti þá líka spyrja um það
að ef þetta er hægt, því er þá ekki
fé frá bæjum þar sem fé er ónæmt
orðið, dreift á sýktu bæina.
Fœst tjón vegna riðuveiki bœtt?
Já, Bjargráðasjóður tekur þátt í að
bæta tjónið. Ég hef tvisvar sótt um
hjálp frá sjóðnum og bæturnar eru
þannig metnar að 25% skaðans
bera menn sjálfir, 25% eru veitt í
styrk og 50% er veitt að láni. Þótt
það sé út af fyrir sig mjög hagstætt
lán, þá er þetta verulegt tjón og
óbærilegt til lengdar.
Hefur þú leitað eftir styrk hjá
Sauðfjárveiki vörnum ?
Já, í fyrravetur leituðum við hér í
sveitinni til Sauðfjárveikivarna.
Það var í framhaldi af því að
Sauðfjárveikivarnir fóru að greiða
bætur fyrir einstakar kindur, sem
fóru úr riðu á þremur svæðum,
Skjálfandahólfi, Austurlandi öllu
og Landnámshólfi (Landnámi
Ingólfs). Austur-Húnvetningar og
Svarfdælingar voru þá nýbúnir að
sækja um slíkar bætur.
Við fengum sæmilegar undir-
tektir og nú hafa okkur borist svör
um að við fáum þessar bætur líka.
Nú hafa verið settar á laggirnar
riðunefndir í hreppum, þar sem
veikina er að finna. Hverjar eru
tillögur hennar hér í sveit?
Það er búið að kjósa nefndina hér,
en hún er ekki farin að skila áliti.
En hvert er álitþitt á því, hvað œtti
að gera hér í sveit?
Ég verð að fá að hafa svolítinn inn-
gang að því svari. Forsvarsmenn
Sauðfjárveikivarna hafa sagt, að
það hafi valdið þeim miklum von-
brigðum, að riðan skyldi koma upp
aftur eftir niðurskurðinn 1950. En
staðreyndin er sú, að allir sjúk-
dómar, sem átti að útrýma með
niðurskurðinum komu upp aftur,
þ. á m. mæðiveikin. En þá var
brugðið á það ráð að skera hér
aftur niður þar sem mæðiveikin
kom upp og það var líka skorið
aftur niður þar sem garnaveiki
kom upp. Eins var það annars
staðar á landinu. Mæðiveikin kom,
oftar en einu sinni og oftar en
tvisvar, upp í Dalasýslu og í
Mýrasýslu og alltaf var skorið
niður. En riðan fékk að vera í friði.
Ef riðan hefði verið tekin sömu
tökum og mæðiveikin, þá gæti
verið að nú væri búið að útrýma
henni.
Nokkrir bændur í Skagafirði
hafa skorið niður fé sitt vegna
riðuveiki og hjá mörgum þeirra
hefur hún ekki komið upp aftur.
Þetta hefur hins vegar verið svo
mikið fjárhagslegt átak, að það er
ekki hægt að búast við að menn
geri það upp á sitt eindæmi, og
ekki eykur það áhugann þegar í
næsta nágrenni eru bæir með riðu.
Ég tel að taka eigi riðuna föstum
tökum og þá þurfi að gera niður-
skurð á fé á öllum riðubæjum í
hverju sauðfjárvarnahólfi og hafa
fjárlaust á þeim bæjum í eitt ár að
minnsta kosti.
Ef ekkert verður að gert, þá
bendir þetta í hreinustu vandræði.
Nú er til reglugerð um riðuvarnir.
Hvernig gengur að vinna eftir
henni?
Þeirri reglugerð, sem er frá árinu
Séð heim að Bakka í Viðvíkursveit. Tindastóll í baksýn.
FREYR — 183