Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.1981, Side 24

Freyr - 01.03.1981, Side 24
Heimilsfólkið á Bakka í Viðvíkursveit. Frá vinstri Haraldur Jóhannesson, Haraldur Birgisson, Anna Bergsdóttir, Kjartan Birgisson, Jóhann Birgisdóttir, Védís Birgisdóttir, Anna Birgisdóttir, Guðrún Sigurbjörnsdóttir, Hrönn Birgisdóttir og Birgir Haraldsson. (Ijósm. M.E.) 1957, er ekki framfylgt af neinum. í henni stendur t. d. að sótthreinsa skuli sláturhús og flutningatæki þegar grunuðum kindum er slátrað. Þetta er ekki gert og þetta er óframkvæmanlegt. Er þá ekki nauðsynlegt að sótthreinsa allar réttir, nátthaga og allt fólk, sem kemur í réttir, þar sem riðuveikt fé er? Það er líka bannað að flytja fé frá bæjum, sem eru lausir við riðu á bæi þar sem riða er staðfest. Þetta getur verið rétt á milli nálægra bæja, en ég tel hæpið að banna það milli fjarlægra bæja. Ónothæf reglugerð er verri en engin, en yfirvöld virðast líka hafa afar óljósa og handahófskennda stefnu í þeim málum, sem heita varnir gegn riðuveiki. M.E. Molar íranir hafa minna að borða vegna stríðsins. Fari svo að stríðið milli írana og íraka dragist á langinn versna horfur mjög í matvælamálum Irana og var það þó ekki of gott fyrir. Hins vegar hefur stríðið að sögn ekki veruleg áhrif á búvöru- innflutning til íraks. Búvörur, sem fluttar eru inn til fraks, fara að mestu um hafnir í Tyrklandi og Jórdaníu. í>ó geta orðið truflanir á hveiti frá Ástralíu, fóðurkorni frá Thailandi og jurtaolíum frá Suðaustur Asíú. Þá verður írak meira en áður háð hveitiinnflutningi frá Bandaríkj- unum, EBE, og Kanada. Banda- ríkjamenn gera sér vonir um að geta aukið að mun útflutning sinn af landbúnaðarvörum til íraks. íranir eiga í vaxandi erfiðleikum með innflutning á korni, einkum vegna bardaga í hafnarbæjum og ekki er hægt að mala korn vegna rafmagnsskorts. íranir eru háðir hrísgrjónum frá Thaílandi og Pak- istan, kjöti frá Ástralíu og Nýja- Sjálandi og innflutningi á hveiti, sykri og fóðurkorni. „íslenskir“ kálfar í Svíþjóð. í fréttabréfi sænska nautgripa- ræktarfélagsins Avelsföreningen för Svensk Kullig boskap, nr 3, 1980, segir að í kynbótastöðinni í Röbácksdalen í Norður-Svíþjóð hafifæðst 16 „íslandskálfar“. For- eldrar þessara kálfa eru kýr af gömlum, sænskum stofni, svonefndu fjallakyni (SKB) og ís- lensk naut, en sæði úr þeim var sent til Svíþjóðar í fyrra. í frétta- bréfinu segir, að kálfarnir hafi dafnað vel og þyngst meira að meðaltali en SKB-kálfar. 184 — FREYR

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.