Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1981, Blaðsíða 26

Freyr - 01.03.1981, Blaðsíða 26
Snorri- Rristjánsson, bóndi, Krossum, Árskógsströnd. Um riðuveiki á Árskógsströnd. Riðuveiki í sauðfé var um tíma skæð á Árskógsströnd. Bændur þar beittu með góðum árangri þeirri aðferð að lóga fé sínu, skipta um stofn og beita sóttvarnaraðgerðum. Virðist riða að mestu vera gengin yfir þar í sveitinni. Snorri Kristjánsson, bóndi á Krossum skrifaði eftirfarandi grein um þetta mál fyrir Frey. Sem kunnugt er, var að opinberum fyrirmælum allt sauðfé hér i Ár- skógshreppi og nágrannasveitum vestan Eyjafjarðar skorið niður vegna garnaveiki, haustið 1949. Ári seinna voru keypt lömb og þau flutt inná svæðið og þeim dreift til allra þeirra er átt höfðu kindur áður og óskuðu eftir hinum nýja fjárstofni. Lömbin voru keypt í Mývatns- sveit árið 1950 en í Höfðahverfi árið 1951 (þingeyskur og vest- firskur stofn). Á öðru ári eftir fjárskiptin kemur riðuveiki á ein- um bæ hér í sveitinni. Veikin fór hægt af stað í fyrstu en magnaðist verulega, er leið á árið, en á öðru ári varð hún mjög svæsin og féll þá um fimmti hluti fjárins. Þegar svo var komið leitaði bóndinn leyfis Sauðfjárveikivarna til niðurskurðar og fjárskipta, en vitað var að engin læknisráð komu að haldi gegn veiki þessari. Leyfið var veitt ásamt loforði um einhvern uppeldisstyrk, enn- fremur voru gefin fyrirmæli um sóttvarnir í fjárhúsum, sem skyldu einnig vera sauðlaus veturinn eftir. Ekki var þá vitað um reynslu af niðurskurði og skiptum á fé vegna þessa sjúkdóms og því rennt nokkuð blint í sjóinn um árangur. Haustið eftir kaupir umræddur bóndi fé úr nágrenni við sig í þeirri góðu trú að þar væri um heilbrigt fé að ræða. En svo óheppilega vildi til að þetta nýkeypta fé bar í sér riðu- sýkingu og fór því fljótt að týna tölunni. Eftir þessa uppákomu urðu ýmsir svartsýnir á að unnt væri að losna við veikina með þessum hætti. En nú hafði veikin breiðst út og borist til fleiri bæja og færðist mjög í aukana. Útlitið var því ekki uppörvandi ef niður- skurður og f járskipti kæmi ekki að haldi. Ekki virtist í önnur hús að venda með úrræði en beita þessari aðferð því að veikin reyndist víða skæð og olli þungum búsifjum þar sem hún kom upp. Um þetta leyti urðu því fleiri til að grípa til þess ráðs að lóga fé sínu og skipta um stofn. Pá voru einnig hinar sömu sóttvarnaraðgerðir viðhafðar, en þess jafnframt gætt eftir megni að sækja líffé þangað er fé var talið heilbrigt og þá á fjarlægari slóðir. Brátt kemur í ljós að þessi að- ferð skilar árangri. Petta aðkeypta fé sem alla jafna var fullorðið, stóðst veikina. Það varð því þrautalendingin hjá æ fleirum á þessum árum að fara þessa leið og yfirleitt með fullnægjandi árangri. Pó voru undantekningar fyrir hendi. En reglan var sú að þar sem niðurskurður og fjárskipti heppn- aðist ekki í fyrstu tilraun var or- sakanna að leita í riðusýktum stofni sem keyptur var inn á búið. Athyglisvert var varðandi þessi fjárskipti að það virtist ekki koma að sök þótt lömb væru sett á til- tölulega fljótt, jafnvel haustið eftir að nýtt fé var fengið. Af því ég er farinn að rifja upp samskipti bænda hér við riðu- veikina á liðnum árum sýnist mér ekki úr vegi að víkja einnig að eigin reynslu í þessu efni, en ferill veikinnar hefir verið með nokkuð öðrum hætti og affallaminni hjá mér en flestum öðrum. Fyrir rúmum tuttugu árum berst hún í fé mitt með lambi sem ég fékk hjá nágranna mínum, sem áleit sig vera með ósýkt fé. Tveimur árum seinna veikist þessi kind af riðu. Var henni þá að 186 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.