Freyr - 01.03.1981, Side 27
sjálfsögðu lógað ásamt jafnöldrum
hennar öllum, sem þá virtust allar
heilbrigðar. Næstu tíu til tólf árin
er veikin alltaf við lýði í fé mínu, en
veikindatilfelli fá, eitt til tvö á ári.
En síðustu átta árin hefir hún legið
niðri að mestu, aðeins þrjár kindur
veikst á því tímabili en þær fara
allar seint á vetri 1975.
Síðan ekki söguna meir.
Ef orsakanna fyrir því að veikin
hefir aldrei náð sér verulega niðri
hér, er að einhverju leyti við-
brögðum mínum að þakka, þá fel-
ast þau í eftirfarandi:
Umfram allt var viðhöfð
vakandi aðgát á byrjunareinkenn-
um veikinnar og væri um grun að
ræða, þá var sá einstaklingur fjar-
lægður hið bráðasta eða honum
lógað. Þá keypti ég fremur full-
orðið fé, en fór varlega í lamba-
ásetning fyrstu árin, en jók hann
smátt og smátt þegar reynslan
sýndi að vanhöld yrðu ekki veru-
leg.
Fjárhagslegt tjón mitt af völdum
veikinnar á þessum árum varð því
aldrei tilfinnanlegt. Hins vegar tel
ég að samfara henni hafi jafnvel
aðrir fylgifiskar verið öllu hvim-
leiðari, svo sem hindrun félags-
legra samskipta ekki síst á sviði
fjárræktar.
Um upptök riðuveikinnar hér í
sveit eftir fjárskipti er allt á huldu.
Ekkert bendir til þess, að þeir
fjárstofnar sem við fengum þá hafi
borið í sér riðusýkingu. Ef svo
EBE stöðvar innflutning á
sauðfé á fæti og á kinda-
og lambakjöti.
Nefnd Iandbúnaðarráðherra EBE
setti í október s. I. nýjar reglur um
kindakjötsmarkað og hefur í raun
hefði verið hefði veikin hlotið að
gera vart við sig á þeim stöðum
sem féð var keypt frá. Ekki er
heldur vitað um nein samskipti né
tengsl við sýkt fé hér í grennd eða
annars staðar á þeim tíma. Eitt er
vitað að alllöngu áður voru nokkur
brögð að riðuveiki bæði hér og í
nágrannabyggðum en hún virtist
með öllu útdauð löngu fyrir fjár-
skipti. Bendir allt til þess að ónæmi
gegn veikinni hafi myndast í þeim
fjárstofni. Eins og málin standa í
dag virðist þessi leiði sjúkdómur
gengin hér yfir að mestu eða öllu
leyti á sama tíma og hann er annars
staðar að nema ný lönd og valda
bændum þungum búsifjum.
Eftir því sem fram hefir komið
hér á undan og styðst við reynslu
mína og annarra, virðist einkum
með tvennum hætti hugsanlegt að
snúast gegn riðuveikinni þegar
hún kemur upp í hjörðinni, sem þó
einnig markast nokkuð af því, hve
skæð hún er í byrjun. Sá er hinn
fyrri kostur, sem flestum hefir
reynst öruggur, en er vissulega
róttækur, sem sé niðurskurður og
fjárskipti ásamt tilheyrandi sótt-
vörnum. Hinn er sá, einkum ef
veikin fer ekki geyst af stað, að
tefja fyrir útbreiðslu hennar eftir
megni. Það má m. a. gera með því
að farga yngsta fénu, kaupa full-
orðið fé til viðhalds stofninum en
gera lítið að því að ala upp meðan
verið er að ná tökum á veikinni. í>á
tel ég brýnt að hafa vökult auga
réttri lokað fyrir innflutning á
þessu kjöti.
Hér eftir mega lönd utan EBE
aðeins selja þjóðum bandalagsins
kindakjöt eða fé á fæti eftir kvót-
um sem EBE setur. Fastagjald, er
nemur 10%, er lágt á bæði kjöt og
lifandi fé.
Jafnframt var ákveðið verð til
framleiðenda, slátrunaruppbætur,
styrkur til þess að geyma kjöt
með byrjunareinkennum veikinn-
ar og draga ekki að fjarlægja
grunaða einstaklinga úr hjörðinni.
En nú eru byrjunareinkenni
veikinnar ekki alltaf hin sömu.
Venjulega lýsa þau sér sem hálf-
gildings taugaveiklun, kindin
verður flóttaleg og hræðslugjörn
og óstöðug á garða. Þá geta fyrstu
viðbrögð einkennst af kláða,
kindin sækir á að ota sér við garða
og milligerðir. En brátt verða
sjúkdómseinkennin ljósari. Við
óvænt viðbrögð, svo sem ef kindin
er snögglega handleikin, missir
hún mátt eða fellur við. Þá kemur
að því að göngulagið verður
reikult og slangrandi síðan verður
framhaldið það að eftir fáar vikur
er kindin orðin ósjálfbjarga.
Þó að riðuveikin hafi allajafna
borist hér frá bæ til bæjar eftir
venjulegum smitleiðum eru samt
undantekningar frá þeirri reglu, án
þess að haldbær skýring sé fyrir
hendi, þar sem veikinnar hefir
aldrei orðið vart þrátt fyrir náinn
samgang við riðuveikt fé í næsta
umhverfi.
Ég hef sett hér á blað nokkur
atriði varðandi feril riðuveikinnar
og baráttu bænda hér við hana,
baráttu sem hefir raunar staðið við
og við í meira en hálfan þrðja ára-
tug, ef það mætti verða til einhvers
ávinnings eða glöggvunar fyrir þá
sem eiga í höggi við veikina nú eða
síðar.
heima hjá framleiðendum og
fleira.
Öll lönd innan EBE, nema
Bretland hafa tekið upp uppbætur
til framleiðenda. í Vestur-Þýska-
landi verða menn þó að hafa
minnst sjö ær til þess að fá slíkar
uppbætur.
freyr — 187