Freyr - 01.03.1981, Blaðsíða 33
Frá Sauðfjárveikivörnum
Lög um varnir gegn útbreiðslu nœmra sauðfjársjúkdóma og
útrýmingu þeirra eru nr. 23 mars 1956 og viðaukalög nr. 12,
mars 1967.
Markmið framkvæmdaþeirra, er lögþessifjalla um, erað
hindra útbreiðslu sjúkdóma, sem um rœðir í lögum þessum,
og vinna að útrýmingu þeirra.
Landbúnaðarráðherra hefur yfirstjórn þeirra mála, er lög
þessi fjalla um.
Landbúnaðarráðherra skipar fimm manna framkvæm-
danefnd (Sauðfjársjúkdómanefnd, eftir tillögum landbún-
aðarnefnda Alþingis til að hafa á hendi stjórn þessara mála.
Hann skipar einn nefndarmanna formann nefndarinnar.
Nefndin er skipuð til þriggja ára í senn.
Landbúnaðarráðherra skipar framkvœmdastjóra eftir
tillögum nefndarinnar, og annast hann daglegstörf ogfram-
kvæmdir eftir því, sem nefndin felur honum og hann hefur
umboð til.
Nefndarmenn og framkvæm-
dastjóri eru þessir:
Þórður Kristjánsson, Munaðar-
nesi, Stafholtstungnahr. Mýr. for-
maður.
Jón Guðbrandsson dýralæknir,
Selfossi.
Júlíus Jónsson, Norðurhjáleigu,
Álftaveri, V.-Skaft.
Óskar Levy, Ósum, Þverár-
hreppi, V.-Hún.
Tryggvi Sigtryggsson, Lauga-
bóli, Reykdælahr. S.-Þing.
Kjartan Blöndal, Sólbraut 1,
Seltjarnarnesi framkvæmdastjóri.
Sérfræðingur sauðfjársjúk-
dómanefndar er Sigurður
Sigurðsson, dýralæknir, Grafar-
holti, Reykjavík.
Verkefni sauðfjársjúkdóma-
nefndar er:
L Að stuðla að heilbrigðiseftirliti
sauðfjár og auknum rann-
sóknum ásauðfjársjúkdómum.
2. Að gera viðhlítandi varúðar-
ráðstafanir, ef grunur kemur
upp um aukna hættu af völdum
sjúkdóms.
3. Að koma upp varnarlínum og
hafa eftirlit með starfrækslu
þeirra og viðhaldi.
4. Að hafa yfirumsjón með fjár-
skiptum, er landbúnaðarráð-
herra hefur samþykkt.
5. Að vera ríkisstjóminni til
ráðuneytis um þau mál, er lög
og reglugerðir fjalla um.
Sauðfjársjúkdómanefnd hefur
ákveðið, að haldið verði áfram
viðnámsaðgerðum gegn útbreiðslu
riðuveiki á næsta ári 1981 í formi
bóta til bænda, þegar teknar eru
sjúkar kindur grunaðar um rið-
uveiki úr hjörðum. Þessar tilraunir
hafa verið í gangi frá haustinu
1978.
Á næsta ári verða greiddar bæt-
Kjartan Blöndal, framkvœmdastjóri
Sauöfjárveikivarna.
ur á slíkar kindur sem hér segir:
Frá 1/1—1/3 kr. 18.000,-, frá
1/3—1/5 kr. 25.000., fyrir ein-
lembu, kr. 33.000,- með tvö lömb
eða fleiri, frá 1/5 þar tii féer sleppt
úr húsi kr. 33.000,- fyrir einlembu
og kr. 45.000,- með tvö lömb eða
fleiri. Fyrir geldar ær skulu aldrei
greiðast hærri bætur en kr. 18.000.
Að öðru leyti skal fara eftir reglum
sem gilt hafa.
Molar
Minnkandi kornbirgðir í
heiminum.
Landbúnaðarráðuneyti Banda-
ríkjanna safnar skýrslum um bú-
vöruframleiðslu um allan heim og
gefur út yfirlit og spá um þá fram-
leiðslu í hverjum mánuði. Sam-
kvæmt þessum skýrslum fara
kornbirgðir í heiminum minnk-
andi á næsta ári. Lítur út fyrir að
þar verði 54,1 millj. smálesta í júní
1981, en voru 87,4 millj. lesta í
júnílok 1980.
freyr — 193