Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1982, Blaðsíða 8

Freyr - 01.08.1982, Blaðsíða 8
Viðtal við Jónas Jónsson, búnaðarinálastjóra Loðdýrarækt getur bætt upp samdrátt í hefðbundnum búgreinum Offramleiðsla á dilkakjöti er erfitt úrlaasnarefni wn þessar mundir. Verðlagsþróun hér innanlands veldur því m. a. hve lágt verð fœst fyrir dilkakjöt okkar erlendis. Hvað er lielst til ráða? Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri rœðirþessi málfrá ýmsum sjónarhornum í eftirfarandi viðtali við Frey. Horfur eru nú vægast sagt ískyggilegar fyrir dilka- kjötsframleiðsluna. sagði búnað- armálastjóri: Norski markaðurinn hefur alveg lokast, Norðmenn hafa aukið landbúnað sinn. m. a. sauð- fjárrækt, undanfarin ár og fram- leiða núorðið meira en nóg kjöt fyrir sig. Þeir hafa af velvilja keypt af okkur talsvert af dilkakjöti, síð- ast 600 tonn. Þeir hafa að vísu staðið við þann samning þó að verðið sem þeir greiddu fyrir kjötið væri lágt . Norðmenn eru einnig í þeirri aðstöðu að þeir eiga erfitt með að flytja út dilkakjöt, erfiðara en við vegna þess að þeir hafa ekki jafn fullkomin sláturhús og má ætla að þeir selji kjötið héðan á sömu mörkuðum og við seljum okkar kjöt. Nú horfir þannig eins og komið hefur fram í fréttum, að það gætu orðið óseld um 2000 tonn af kjöti á komandi hausti. Einnig er ljóst að við breytum ekki hér eftir neinu um framleiðsluna á næsta hausti, en því hefur verið spáð að hún geti orðið um 13.700 tonn. Við höfum að vísu vonir unt ein- hverja markaði. Það standa vonir til að við fáum stærri kvóta til að selja til Efnahagsbandalagsins. Danir eru fúsir að vinna að því innan Efnahagsbandalagsins. Al- varlegast er að vegna verðlags- hækkana innanlands og hlutfalls- legrar verðlækkunar á því svæði. sem við munum selja til, fá ís- lenskir bændur ekkert í sinn hlut fyrir kjöt sem þarf að flytja út. Skilaverðið hrekkur í besta falli fyrir kostnaði, en oftast ekki, þannig að bændastéttin verður þá að borga með hverju kjötkílói, sem umfram er. Menn telja því að með því að framleiða meira en það sent selst innanlands sé verið að framleiða sér í óhag. Það séu þeim mun minni verðmæti í heild sem koma • Viö þurfum að bæta fóðrið • Við þurfum að bæta ræktunina • Það þarf að slá nógu snenuna til þess að fá gott fóður • IMeð því að nota ein- göngu innlent fóður má reka afurðamikil sauð- fjárbú Skiputagdur hefur verið samdráttur í mjólkurframleidslu og nú er rödin komin að sauðfjárframleiðstunni. 600 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.