Freyr - 01.08.1982, Page 10
sú að eigi verði röskun á byggð
vegna samdráttar í sauðfjár-
framleiðslu. Hann má heldur ekki
vera bændum óbærilegur. En
hverjir eru það þá sem gætu að
ósekju dregið saman?
í fyrsta lagi eru það bændur, sem
um þessar mundir eru að taka upp
aðrar búgreinar, svo sem loð-
dýrarækt, einkum refarækt. Einnig
mætti nefna kartöflura'kt. Fyrir þá
menn sem þarna eru að breyta um
gæti það kotnið sér vcl að fá pen-
inga til ráðstöfunar fyrir hluta af
ærstofninum.
I öðru lagi hafa menn bent á að
gerður verði sérstakur samningur
við bændur sem hafa fengið riðu í
sauðfé sitt, um að þeir fargi öllu fé
á búum sínum og yrðu fjárlausir í
nokkur ár. Þetta yrði að vera í
samráði við sauðfjárveikivarnir.
í þriðja lagi: Ábúendur Iögbýla,
sem hafa fullar atvinnutekjur af
öðru en landbúnaði. Ég get skotið
því inn hér, að ég hef engan bónda
hitt sem ekki gerir sér ljósa þörfina
á því að draga saman. En það sem
nær allir bændur nefna fyrst er að
þeir sem búa tómstundabúskap við
sauðfé — og sá tómstundabú-
skapur getur verið allstór í sniðum
— að þeir dragi saman seglin.
I fjórða lagi eru það þá bændur,
sem hafa fullar vísitölubústekjur
eða meira af öðrum búrekstri en
sauðfjárrækt. Er þar um að ræða
bændur, sem sumir hverjir hafa
allmargt fé, kannski á bilinu
100—200 fjár, en eru með væn bú
á öðrum sviðum. Þarna gætu
einnig komið bændur, seni hafa
verulegar tekjur af hlunnindunt,
þannig að tekjur þeirra af öðru en
sauðfjárrækt næmu fullum með-
altekjum vísitölubús eða meir.
Þessir bændur hljóta að þola að
draga hlutfallslega meira saman
sauðfjárræktina.
ií fimmta lagi hafa verið nefndir
eldri bændur, sent eru að draga
saman eða að því komnir að
rninnka við sig og að þeir gætu
verið reiðubúnir að fækka sauðfé
nú, kannski nokkru fyrr og nokkuð
meira en þeir annars mundu gera
ef slíkar bætur eða verðlaun væru í
boði.
Og í sjötta lagi eru bændur utan
lögbýla, þ. e. þéttbýlisbúar, sem
hafa atvinnu af öðru en land-
búnaði, kallaðir smáir tómstunda-
bændur. Einnig má nefna, að
nokkuð er urn það að þéttbýl-
isbúar eigi fé á fóðrutn hjá
bændum. Þó að við vitum það að
rnenn geri þetta fyrir ánægjuna,
finnst okkur ótækt annað en að
þessir sýni þegnskap og dragi mjög
saman, ef þeir hætta þá ekki
alveg.
•
Bændur sem þurfa að lifa af
sauðfjárrækt eingöngu hafa talað
um þessa hópa bænda hér að
framan, en þeir hafa einnig talað
nokkuð um ríkisbúin, og sjálfsagt
er að draga þar sarnan stofninn
eftir því sem föng eru á. Ekki er þó
hægt að draga saman tilrauna-
starfsemi í sauðfjárrækt og ekki er
fært að hafa skólabúin fjárlaus. Þó
að lítið muni um þessa liði, sem nú
voru ræddir þá þarf að taka þá með
í dæmið.
Það hefur verið talað um þetta
sem ,,hina jákvæðu leið“ , en ef
það verður metið að framan-
greindar ráðstafanir nægi ekki,
verður að ná heni fram með
strangari kvóta en verið hefur.
•
Þú spyrð um hvaða leiðir séu til
úrbóta og hvaða leiðir til þess að
hindra að þetta valdi óbærilegu
tekjutapi og varhugaverðri byggð-
aröskun.
Þegar svona stendur á er lífs-
spursmál að geta bent á einhverjar
aðrar atvinnu- og tekjuleiðir, sem
kærnu þá í staðinn. Það kemur
kannski ekki alveg samstundis, en
eins og hefur nú komið frarn þá
erum við bjartsýnir á að við höfum
nokkrar leiðir til þess að bregðast
við þessu:
IVleð loðdýrarækt má breyta
úrgangi í gjaldeyri.
I fyrsta lagi vil ég nefna loð-
dýraræktina. Það er ekkert sem
bendir til annars en að við getum
stundað hér loðdýrarækt með
sambærilegum árangri og gerist í
nágrannalöndum okkar, einkum
Norðurlöndum.
Finnar eru mestir loðdýra-
ræktendur, þá Danir, Norðmenn
og Svíar. Við höfum vissa hluti
frarn yfir þá, aðrir þættir eru erf-
iðari. Við erum best staddir nteð
innlent fóður og það á að geta
verið ódýrara hér en á hinum
Norðurlöndunum, og það er mikið
til af því.
Benda má á, að það hlýtur að
vera sérstakt þjóðþrifafyrirtæki að
breyta þessu hráefni sem til fellur
og nota má í loðdýrafóður vegna
þess, að þetta eru oftast aukaaf-
urðirviðframleiðsluna. Einkum er
þetta fiskúrgangur, en einnig úr-
gangur frá sláturhúsum.
Við getum með lítilli gjaldeyris-
eyðslu og tiltölulega litlum stofn-
kostnaði breytt þessu í gjald-
eyrisaflandi vöru. Við erum að
vísu að selja þessa vöru í fullkom-
inni samkeppni við þá bændur sem
stunda þetta í nágrannalöndunum.
Verðið sem við fáum verður í
hlutfalli við gæðin, alveg eins og
hjá þeirn.
Fjárfesting er tiltölulega lítil á
hvert atvinnufyrirtæki og þetta er
næstum því hrein gjaldeyrisöflun,
því erlend aðföng eru lítil.
Hver er stofnkostnaður loðdýra-
bús af „vísitölubústærð"?
Það hefur verið reiknað út að
hann sé um 8 600 kr. á hverja læðu
miðað við að allt sé byggt upp frá
grunni, og lífdýr keypt. Þetta er
miðað við verðlag í ársbyrjun. Nú
eru, ef vel gengur, 90 refalæður
602 — FREYR