Freyr - 01.08.1982, Side 18
áætlanir séu gerðar. Þá má heldur
ekki skorta á að ráðunautaþjón-
ustan veiti nægilega aðstoð.
Að lokum.
Að lokum skal ég draga saman
nokkur orö sem gætu verið far-
arnesti þegar lagt er upp inn í
næsta áratug:
— Jafnvægi milli fjármagns og
vinnuframlags í búskap.
— Byggja búskapinn upp stig af
stigi.
— Treysta meira á eigin vinnu og
eigin afla.
— Vanda meira til undirbúnings
og gera áætlanir um fram-
kvæmdir og afkomu.
— Stefna að því að vera sjálfum
sér nægur um orku. fóður og
önnur aðföng.
— Efla samvinnu bænda og sam-
vinnufélaga þeirra og fyrir-
tækja.
— Vera varkár og gleypa ekki við
nýjungum án þess að yfirvega
kosti þeirra og galla. Varið
ykkur á tískuúrlausnum.
— Trúið ekki á að verðbólgan
leysi vandann.
— Sýnið neytendum fram á að
landbúnaðurinn getur ekki
þrifist og dafnað til frambúðar
öðruvísi en að þeir greiði hlut-
fallslega jafnmikið fyrir mat-
vörurnar og þeir gerðu á árun-
um milli 1960 og 1970.
— Hafið í huga í áætlunum að
stóráföll geta duniö yfir.
Þaö finnast engar einfaldar né
ódýrar lausnir á vandamálunum.
Þær hefðbundnu nægja heldur
ekki í öllum tilvikum. Stöðugt
verður að fást við vandamálin af
alúð, en einnig með nýjum og frjó-
um hugmyndum og bjartsýni. Ég
óska Norrænu bændasamtökunum
heilla í viðleitni þeirra til að leysa
vandamál komandi ára.
Ath.
Þessi grein hefur leiigi beðið birt-
ingar Itjá blaðinu en ekki komist að
vegna þrengsla. Hhitaðeigendur
eru beðnir velvirðingar ti því.
Ritstj.
Leiðréttingar
I grein Jóns Viðars Jónmunds-
sonar „Segir frjósemi gemlings-
árið eitthvað um frjósemi ánna
síðar?" í 14. tbl. bls. 578, er for-
múla á miðri síðu sem rétt er
þannig:
n i x n:
m + n’
Á bls. 579 í sama blaði í þættin-
um „Altalað á kaffistofunni" er
rangt farið með bæjarnafn. í stað
Hallgilsstöðum á að standa Hall-
kelsstöðum i Hvítársíðu.
Hlutaðeigandendur eru beðnir
velvirðingar á þessum mistökum.
Grenibarkarbjöllur átu
fvrir nkr. 400 milljónir.
Áætlað er að grenibarkarbjöllur
hafi drepið árlega grenitré að
rúmmáli um ein milljón kúbik-
metra í Noregi á sl. fjórum árum.
Tap skógareigenda af þessum sök-
um er talið um nkr. 400 milljónir.
Að auki er tap skógariðnaðarins
verulegt, þar eð mikið timbur fór i
sellólósavinnslu sem annars hefði
verið flett í borðvið.
Altalað á kaffistofunni
Á fundum í Bændaklúbbi Eyja-
fjarðar hefur löngum verið kastað
fram vísum um þau mál sem til
umræðu eru. Á fundi fyrir all-
mörgum úrum, þar sem rætt var
um fóðrun sauðfjár, sögðu þeir
Aðalsteinn Davíðsson, bóndi í
Flögu og Angantýr Hjálmarsson
frá Villingadal frá því að þeir
hefðu reynslu af að sleppa að gefa
fénu einn dag án þess að það gerði
því hið minnsta til. Þetta varð Ár-
manni Dalmannssyni skógarverði
og formanni Búnaðarsambands
Eyjafjárðar tilefni að eftirfarandi
vísu:
l*ó að daginn einn og einn
ærnar svelta megi,
Angantýr og Aðalsteinn
eta á hverjum degi.
Starf ráðunautar í
fóðurverkun og fóðrun
Búnaðarfélag íslands óskar að ráða til sín ráðunaut í fóður-
verkun og fóðrun.
Umsóknir unt starfið sendist til búnaðarmálastjóra, sem
veitir nánari upplýsingar varöandi starfið.
Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 1982.
Búnaðarfélag íslands
Pósthólf 7080, Bændahöllinni,
Reykjavík.
610 — FREYR